Erlent

Bandarísk sérsveit í viðbragðsstöðu vegna gíslanna í Alsír

Ein af sérsveitum bandaríska hersins er nú í viðbragðsstöðu tilbúin til að frelsa gíslana í Amenas gasvinnslustöðinni í Alsir ef eftir því verður óskað.

Sérsveit þessi er stödd í Senegal en hún var á leið til Malí til að aðstoða franska herinn þar í bardögunum við herskáa íslamista.

Þetta kemur fram í frétt á CNN. Þar segir að sérsveitin geti verið reiðubúin til átaka fjórum tímum eftir að ákvörðun um árás er tekin. Talið er að íslamistar á vegum al-kaída hryðjuverkasamtakanna haldi um 40 gíslum í Ameans.

Fjöldi gíslanna er nokkuð á reki en vitað er að níu Norðmenn sem störfuðu fyrir Statoil í Amenas er í haldi íslamistanna. Auk Norðmanna, eru menn frá m.a. Bandaríkjunum, Bretlandi, Japan og Frakklandi í haldi í Amenas.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×