Enski boltinn

Wigan fékk 18 ára strák að láni frá Manchester United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Angelo Henriquez og Sir Alex Ferguson.
Angelo Henriquez og Sir Alex Ferguson. Mynd/Nordic Photos/Getty
Angelo Henriquez, 18 ára framherji frá Chile, mun spila með Wigan það sem eftir er af þessu tímabili. Sir Alex Ferguson ákvað að lána strákinn en Manchester United vann einmitt 4-0 sigur á Wigan í gær.

Angelo Henriquez sem er fæddur árið 1994 kom til Manchester United í sumar frá Universidad de Chile þar sem hann skoraði 11 mörk í 17 leikjum á sínu fyrsta tímabili.

Angelo Henriquez er fæddur markaskorari og vakti mikla athygli í Suður-Ameríkukeppni 17 ára landsliða árið 2011. Hann hefur skorað 18 mörk í 21 leik fyrir yngri landslið Chile.

Henriquez gæti spilað sinn fyrsta leik með Wigan þegar liðið mætir Bournemouth í enska bikarnum á laugardaginn.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×