Enski boltinn

Demba Ba má byrja að ræða við Chelsea

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Demba Ba.
Demba Ba. Mynd/Nordic Photos/Getty
Newcastle United hefur greint frá því á twitter-síðu sinni að Chelsea hafi fengið leyfi til að ræða við framherjann Demba Ba. Chelsea er að leita sér að nýjum framherja og nú lítur út fyrir það að þeir ætli að finna hann í Norður Englandi.

Newcastle hefur staðfest að félagið hafi borist tilboð frá Chelsea í leikmanninn og að það sé í samræmi við klausu í samningi Demba Ba sem gefur Lundúnaliðinu kost á að kaupa upp samninginn.

Demba Ba er 27 ára Senegalmaður sem hefur leikið með Newcastle frá 2011. Hann skoraði 16 mörk í 34 leikjum í ensku úrvalsdeildinni í fyrra og hefur skorað 13 mörk í 20 leikjum það sem af er þessu tímabili.

Demba Ba lék fyrst í ensku úrvalsdeildinni þegar hann var seldur frá 1899 Hoffenheim til West Ham. Demba Ba skoraði 7 mörk í 12 leikjum en West Ham féll og hann gat því losað sig undan þriggja ára samningi við félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×