Enski boltinn

Suarez stórkostlegur í sigri Liverpool

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nordicphotos/getty
Luis Suarez skoraði tvívegis í 3-0 sigri Liverpool á Sunderland í ensku úrvalsdeildinni á Anfield Road í kvöld. Suarez skoraði tvö auk þess að leggja upp eitt fyrir Raheem Sterling.

Heimamenn réðu gangi leiksins lengst af og komust yfir með marki Raheem Sterling. Luis Suarez átti heiðurinn að markinu og hann átti eftir að koma meira við sögu.

Úrúgvæinn skoraði annað mark Liverpool fyrir leikhlé af harðfylgi eftir undirbúning Steven Gerrard. Fyrirliði Liverpool var aftur á ferðinni í síðari hálfleik þegar frábær sending hans hitti á Suarez sem kláraði færið af allkunnri snilld.

Liverpool lyfti sér upp í áttunda sæti deildarinnar með sigrinum. Liðið hefur 31 stig en Sunderland situr í 14. sæti með 22 stig.

Suarez er nú næstmarkahæsti leikmaður deildarinnar með 15 mörk. Robin van Persie, framherji Manchester United, hefur skorað sextán.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×