Enski boltinn

Konurnar þvinguðu flutning Fellaini til Manchester

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þeir gerast vart hárprúðari en Fellaini bræður.
Þeir gerast vart hárprúðari en Fellaini bræður. Nordicphotos/Getty
Marouane Fellaini hefur flutt heimili sitt frá Liverpool, þar sem hann iðkar íþrótt sína með Everton, til Manchester. Ástæðan er ágengt kvenfólk í Liverpool.

„Ég bý í Manchester um þessar mundir vegna þess að konurnar í Liverpool láta mig ekki í friði," sagði Belginn 25 ára í samtali við Dailymail.

Fellaini, sem hefur nýlokið við afplánun þriggja leikja banns, segist ekki líka við stjörnudýrkunina sem fylgi atvinnumennskunni.

„Þetta var of mikið fyrir mig. Í Manchester ber fólk ekki jafnauðveldlega kennsl á mig og sýnir mér frekar virðingu," segir Fellaini.

„Ég vil ekki vera stjarna. Mig langar bara að spila fótbolta."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×