Enski boltinn

Cech frá í þrjár vikur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Petr Cech.
Petr Cech. Mynd/NordicPhotos/Getty
Petr Cech, tékkneski markvörðurinn hjá Chelsea, verður frá næstu þrjár vikurnar vegna nárameiðsla sem hann varð fyrir í sigri á Everton á Goodison Park á dögunum. Cech var ekki með Chelsea í gær þegar liðið tapaði óvænt á heimavelli á móti Queens Park Rangers.

Ross Turnbull stóð í marki Chelsea í gær en Shaun Wright Phillips skoraði eina mark leiksins og tryggði botnliði QPR einn óvæntasta sigur tímabilsins til þessa.

„Þetta ættu ekki að vera meira en tvær til þrjár vikur. Við erum bjartsýn," er haft eftir Rafa Benitez, stjóra Chelsea, inn á twitter-síðu félagsins.

Hinn þrítugi Petr Cech er einn allra besti markvörður ensku úrvalsdeildarinnar og Chelsea mun sakna hans. Tapið í gær þýðir að liðið er nú fjórtán stigum á eftir toppliði Manchester United en liðið á reyndar leik inni.

Petr Cech hefur fengið á sig 18 mörk í 19 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og í átta leikjanna hefur hann náð að halda marki sínu hreinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×