Enski boltinn

Eftirminnileg jól hjá Luis Suárez

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Liverpool-maðurinn Luis Suárez fór á kostum með Liverpool í jólatörninni en þessi 25 ára Úrúgvæmaður var með fimm mörk og tvær stoðsendingar í fjórum leikjum Liverpool-liðsins í ensku úrvalsdeildinni frá 22. desember til 2. janúar.

Luis Suárez skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í 3-0 sigri á Sunderland og var einnig með tvö mörk í 3-0 sigri á QPR í leiknum á undan. Suarez hefur skorað tvö mörk eða fleiri í fjórum deildarleikjum á tímabilinu.

Luis Suárez átti þátt í marki í öllum fjórum leikjunum því hann skoraði eitt mark í 4-0 sigri á Fulham og lagði upp mark Liverpool í 1-3 tapi á móti Stoke City.

Luis Suárez er annar markahæsti leikmaður deildarinnar á eftir Robin Van Persie en hann er búinn að skora 15 mörk og leggja upp önnur fimm mörk í 20 deildarleikjum sínum á tímabilinu. Suárez var með 11 mörk og 6 stoðsendingar í 31. leik á tímabilinu í fyrra.

Vísir hefur tekið saman stutt myndband með afrekum Luis Suárez yfir jólahátíðina en kappinn er farinn að fylla fyrirsagnir ensku blaðanna af frábærum tilþrifum í stað allskyns annarra vandamála tengdum hegðun sinnar inn á vellinum. Það er hægt að sjá mörk Suarez um jólin með því að smella hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×