Erlent

Fílafjölskylda drepin af veiðiþjófum í Kenía

Á þessari mynd má sjá nokkra Indverja sem syrgja fíl sem féll fyrir hendi veiðiþjófa í síðustu dögum.
Á þessari mynd má sjá nokkra Indverja sem syrgja fíl sem féll fyrir hendi veiðiþjófa í síðustu dögum. MYND/AP
Heil fílafjölskylda féll fyrir hendi veiðiþjófa í Tsavo þjóðgarðinum Kenía á dögunum. Náttúruverndarsamtök þar í landi segja að ellefu fílar hafi fallið í árásinni. Veiðiþjófarnir voru á höttunum eftir skögultönnum fílanna. Líklegt þykir að fílabeinin hafi verið flutt til Kína en þar eru þau seld dýrum dómum.

Það er fréttaveitan AFP sem greinir frá þessu.

Veiðiþjófarnir skáru skögultennurnar af hræjum fílanna og fluttu þau á brott áður en þjóðgarðsverðir komu á staðinn. Tsavo er stærsti þjóðgarður Kenía en þar eru um 13 þúsund fílar.

Veiðiþjófnaður hefur aukist verulega í Afríku á síðustu árum. Er ástæðan fyrir þessu rakin til mikillar eftirspurnar eftir beinum fíla í Asíu, einna helst Kína.

Í neyð sinni hafa fátækir þorpsbúar í Afríku nýtt sér þetta og hafa sumir hverjir efnast gríðarlega á því að veiða, misþyrma og drepa fíla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×