Ekkjan vill ekki kæra: „Við erum öll mannleg og getum gert mistök“ Hrund Þórsdóttir skrifar 21. desember 2013 20:00 Guðmundur Már Bjarnason lést þriðja október á síðasta ári, vegna læknamistaka á gjörgæsludeild Landspítalans. Við heimsóttum Ingveldi Sigurðardóttur, ekkju hans, í dag. Það tekur eðlilega á Ingveldi að rifja atburðina upp. „Hann var algjört gull. Það væri ekki hægt að finna betri mann. Óskaplega hlýr og góður og bara einstakur maður,“ segir hún um Guðmund. Hann var á batavegi eftir hjartaaðgerð þegar áfallið dundi yfir. Á næstu vikum kemur í ljós hvort hjúkrunarfræðingur sem sinnti Guðmundi verður ákærður fyrir manndráp af gáleysi vegna mistaka í starfi. Ef svo fer verður það í fyrsta skipti sem slík ákæra er gefin út á starfsmann í íslenskri heilbrigðisþjónustu og óttast framkvæmdastjórar lækninga og hjúkrunar á Landspítalanum að slíkt myndi draga úr öryggismenningu á spítalanum og letja starfsmenn í að viðurkenna mistök. Finnst þér að það eigi að kæra þennan hjúkrunarfræðing sem um ræðir? „Nei, það tel ég ekki. Við erum öll mannleg og getum gert mistök og vonandi lærum við bara af þeim. Ég vil ekki að það verði farið illa með þessa blessuðu konu, það er ekki mitt mottó,“ segir Ingveldur. Guðmundur átti þrjú börn og þau eru á sama máli og Ingveldur. „Enda fáum við hann ekki aftur, þótt blessuð konan verði ákærð. Það er heldur ekki á okkar valdi því það var spítalinn sem kærði þetta í upphafi. En ég vona að þeir hlúi að þessari konu og hjálpi henni yfir þetta því það er ekkert gaman að vera með svona á bakinu.“ Ingveldur segir lítið hægt að gera í málinu annað en að greiða skaðabætur og þær hyggst hún fara fram á. Hún telur að rétt hafi verið brugðist við eftir að mistökin komust upp. „Svo hef ég verið í sambandi við djáknann þarna á spítalanum og hún hefur hjálpað mér heilmikið. Yndisleg kona. Ég er þakklát fyrir allt sem ég hef fengið og það eina sem ég er að gera er að halda lífinu áfram. Og reyna að lifa því skemmtilega,“ segir hún að lokum. Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Landspítalinn Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Mildari spá í kortunum Veður Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sjá meira
Guðmundur Már Bjarnason lést þriðja október á síðasta ári, vegna læknamistaka á gjörgæsludeild Landspítalans. Við heimsóttum Ingveldi Sigurðardóttur, ekkju hans, í dag. Það tekur eðlilega á Ingveldi að rifja atburðina upp. „Hann var algjört gull. Það væri ekki hægt að finna betri mann. Óskaplega hlýr og góður og bara einstakur maður,“ segir hún um Guðmund. Hann var á batavegi eftir hjartaaðgerð þegar áfallið dundi yfir. Á næstu vikum kemur í ljós hvort hjúkrunarfræðingur sem sinnti Guðmundi verður ákærður fyrir manndráp af gáleysi vegna mistaka í starfi. Ef svo fer verður það í fyrsta skipti sem slík ákæra er gefin út á starfsmann í íslenskri heilbrigðisþjónustu og óttast framkvæmdastjórar lækninga og hjúkrunar á Landspítalanum að slíkt myndi draga úr öryggismenningu á spítalanum og letja starfsmenn í að viðurkenna mistök. Finnst þér að það eigi að kæra þennan hjúkrunarfræðing sem um ræðir? „Nei, það tel ég ekki. Við erum öll mannleg og getum gert mistök og vonandi lærum við bara af þeim. Ég vil ekki að það verði farið illa með þessa blessuðu konu, það er ekki mitt mottó,“ segir Ingveldur. Guðmundur átti þrjú börn og þau eru á sama máli og Ingveldur. „Enda fáum við hann ekki aftur, þótt blessuð konan verði ákærð. Það er heldur ekki á okkar valdi því það var spítalinn sem kærði þetta í upphafi. En ég vona að þeir hlúi að þessari konu og hjálpi henni yfir þetta því það er ekkert gaman að vera með svona á bakinu.“ Ingveldur segir lítið hægt að gera í málinu annað en að greiða skaðabætur og þær hyggst hún fara fram á. Hún telur að rétt hafi verið brugðist við eftir að mistökin komust upp. „Svo hef ég verið í sambandi við djáknann þarna á spítalanum og hún hefur hjálpað mér heilmikið. Yndisleg kona. Ég er þakklát fyrir allt sem ég hef fengið og það eina sem ég er að gera er að halda lífinu áfram. Og reyna að lifa því skemmtilega,“ segir hún að lokum.
Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Landspítalinn Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Mildari spá í kortunum Veður Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sjá meira