Íslenskar sækýr synda yfir Ermarsund í júní Garðar Örn Úlfarsson skrifar 22. janúar 2013 07:00 Sundkonurnar í Sækúnum eru seigar og láta slæmt veður og öldugang lítil áhrif á sig hafa segir liðsstjórinn Guðrún Hlín Jónsdóttir, sem er efst til hægri á myndinni.Mynd/Sækýrnar „Við ætlum að sanna að miðaldra kerlingar eru ekki dauðar úr öllum æðum," segir Guðrún Hlín Jónsdóttir, liðsstjóri Sækúnna, hóps kvenna sem ætla að synda boðsund yfir Ermarsundið í sumar. Sex konur úr Sækúnum ætla að þreyta boðsundið síðustu vikuna í júní. Guðrún verður liðsstjóri um borð í fylgdarbát og áttunda sjósundkonan verður með og gerir heimildarmynd um ævintýrið. Guðrún segir erfitt að komast að til að synda yfir Ermarsundið, það geti jafnvel tekið tvö til þrjú ár. Sækýrnar hafi þó náð að útvega sér góðan skipstjóra, Eddie Spelling, sem fylgir þeim á bát sínum Anastasia. „Við fáum fyrsta sundrétt síðustu vikuna í júní. Ef okkur líst ekki á aðstæður getur næsti nýtt tækifærið," útskýrir hún. Ekki er enn vitað nákvæmlega hvaða dag íslensku Sækýrnar leggjast til sunds. „En það verður lagt af stað á morgunflóðinu milli klukkan þrjú og fjögur um nótt. Fyrstu tímana synda þær því í myrkri. Ég verð varamaður tilbúin á kantinum að stökkva út í. Ermarsundið er Mount Everest sundmanna og við ætlum okkur yfir og við förum yfir," segir Guðrún. Synt verður frá Dover í Englandi yfir til Calais í Frakklandi. Konurnar munu skiptast á og hver synda klukkstund í senn. „Það er ekki synt beint yfir því straumarnir gera það að verkum að það er synt í S," segir Guðrún sem kveður sundið yfir Ermarsund að jafnaði taka 12 til 14 klukkustundir – aðra leið. „En við ætlum að synda rakleitt aftur til baka," segir Guðrún og slær enn á létta strengi: „Við erum ekkert vissar um að okkur líki við Calais þegar við komum yfir." Allt í allt gæti sundsprettur Sækúnna varað í um þrjátíu klukkustundir. Sækýrnar hafa allar stundað sjósund um árabil. Meðal afreka einstakra liðsmanna er Drangeyjarsund, Hríseyjarsund, Viðeyjarsund og boðsund fjögurra þeirra upp á Akranes. „Þær eru seigir jaxlar, algerir dísilmótorar og kalla ekki allt ömmu sína. Sjósund er áttatíu prósent hugarfar," segir Guðrún, sem aðspurð upplýsir að nafnið Sækýrnar komi frá vatnaskepnunnni Manatee, sem margir þekkja frá Flórída. „Þetta eru miklir húmoristar og það er ekki of mikill gorgeir í okkur. Við skömmumst okkar hvorki fyrir að vera miðaldra konur né að vera „bloody cows"," spaugar Guðrún er hún er spurð út í nafn Sækúnna sem nú safna styrkjum fyrir leiðangurinn. Verði afgangur er hann ætlaður MS-félaginu á Íslandi. „Ef satt skal segja þá eigum við leynivini, nokkra einstaklinga sem styrktu okkur strax, en okkur vantar samt enn þá upp á," segir sækýrin Guðrún Hlín Jónsdóttir. Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fleiri fréttir Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Sjá meira
„Við ætlum að sanna að miðaldra kerlingar eru ekki dauðar úr öllum æðum," segir Guðrún Hlín Jónsdóttir, liðsstjóri Sækúnna, hóps kvenna sem ætla að synda boðsund yfir Ermarsundið í sumar. Sex konur úr Sækúnum ætla að þreyta boðsundið síðustu vikuna í júní. Guðrún verður liðsstjóri um borð í fylgdarbát og áttunda sjósundkonan verður með og gerir heimildarmynd um ævintýrið. Guðrún segir erfitt að komast að til að synda yfir Ermarsundið, það geti jafnvel tekið tvö til þrjú ár. Sækýrnar hafi þó náð að útvega sér góðan skipstjóra, Eddie Spelling, sem fylgir þeim á bát sínum Anastasia. „Við fáum fyrsta sundrétt síðustu vikuna í júní. Ef okkur líst ekki á aðstæður getur næsti nýtt tækifærið," útskýrir hún. Ekki er enn vitað nákvæmlega hvaða dag íslensku Sækýrnar leggjast til sunds. „En það verður lagt af stað á morgunflóðinu milli klukkan þrjú og fjögur um nótt. Fyrstu tímana synda þær því í myrkri. Ég verð varamaður tilbúin á kantinum að stökkva út í. Ermarsundið er Mount Everest sundmanna og við ætlum okkur yfir og við förum yfir," segir Guðrún. Synt verður frá Dover í Englandi yfir til Calais í Frakklandi. Konurnar munu skiptast á og hver synda klukkstund í senn. „Það er ekki synt beint yfir því straumarnir gera það að verkum að það er synt í S," segir Guðrún sem kveður sundið yfir Ermarsund að jafnaði taka 12 til 14 klukkustundir – aðra leið. „En við ætlum að synda rakleitt aftur til baka," segir Guðrún og slær enn á létta strengi: „Við erum ekkert vissar um að okkur líki við Calais þegar við komum yfir." Allt í allt gæti sundsprettur Sækúnna varað í um þrjátíu klukkustundir. Sækýrnar hafa allar stundað sjósund um árabil. Meðal afreka einstakra liðsmanna er Drangeyjarsund, Hríseyjarsund, Viðeyjarsund og boðsund fjögurra þeirra upp á Akranes. „Þær eru seigir jaxlar, algerir dísilmótorar og kalla ekki allt ömmu sína. Sjósund er áttatíu prósent hugarfar," segir Guðrún, sem aðspurð upplýsir að nafnið Sækýrnar komi frá vatnaskepnunnni Manatee, sem margir þekkja frá Flórída. „Þetta eru miklir húmoristar og það er ekki of mikill gorgeir í okkur. Við skömmumst okkar hvorki fyrir að vera miðaldra konur né að vera „bloody cows"," spaugar Guðrún er hún er spurð út í nafn Sækúnna sem nú safna styrkjum fyrir leiðangurinn. Verði afgangur er hann ætlaður MS-félaginu á Íslandi. „Ef satt skal segja þá eigum við leynivini, nokkra einstaklinga sem styrktu okkur strax, en okkur vantar samt enn þá upp á," segir sækýrin Guðrún Hlín Jónsdóttir.
Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fleiri fréttir Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Sjá meira