Íslenskar sækýr synda yfir Ermarsund í júní Garðar Örn Úlfarsson skrifar 22. janúar 2013 07:00 Sundkonurnar í Sækúnum eru seigar og láta slæmt veður og öldugang lítil áhrif á sig hafa segir liðsstjórinn Guðrún Hlín Jónsdóttir, sem er efst til hægri á myndinni.Mynd/Sækýrnar „Við ætlum að sanna að miðaldra kerlingar eru ekki dauðar úr öllum æðum," segir Guðrún Hlín Jónsdóttir, liðsstjóri Sækúnna, hóps kvenna sem ætla að synda boðsund yfir Ermarsundið í sumar. Sex konur úr Sækúnum ætla að þreyta boðsundið síðustu vikuna í júní. Guðrún verður liðsstjóri um borð í fylgdarbát og áttunda sjósundkonan verður með og gerir heimildarmynd um ævintýrið. Guðrún segir erfitt að komast að til að synda yfir Ermarsundið, það geti jafnvel tekið tvö til þrjú ár. Sækýrnar hafi þó náð að útvega sér góðan skipstjóra, Eddie Spelling, sem fylgir þeim á bát sínum Anastasia. „Við fáum fyrsta sundrétt síðustu vikuna í júní. Ef okkur líst ekki á aðstæður getur næsti nýtt tækifærið," útskýrir hún. Ekki er enn vitað nákvæmlega hvaða dag íslensku Sækýrnar leggjast til sunds. „En það verður lagt af stað á morgunflóðinu milli klukkan þrjú og fjögur um nótt. Fyrstu tímana synda þær því í myrkri. Ég verð varamaður tilbúin á kantinum að stökkva út í. Ermarsundið er Mount Everest sundmanna og við ætlum okkur yfir og við förum yfir," segir Guðrún. Synt verður frá Dover í Englandi yfir til Calais í Frakklandi. Konurnar munu skiptast á og hver synda klukkstund í senn. „Það er ekki synt beint yfir því straumarnir gera það að verkum að það er synt í S," segir Guðrún sem kveður sundið yfir Ermarsund að jafnaði taka 12 til 14 klukkustundir – aðra leið. „En við ætlum að synda rakleitt aftur til baka," segir Guðrún og slær enn á létta strengi: „Við erum ekkert vissar um að okkur líki við Calais þegar við komum yfir." Allt í allt gæti sundsprettur Sækúnna varað í um þrjátíu klukkustundir. Sækýrnar hafa allar stundað sjósund um árabil. Meðal afreka einstakra liðsmanna er Drangeyjarsund, Hríseyjarsund, Viðeyjarsund og boðsund fjögurra þeirra upp á Akranes. „Þær eru seigir jaxlar, algerir dísilmótorar og kalla ekki allt ömmu sína. Sjósund er áttatíu prósent hugarfar," segir Guðrún, sem aðspurð upplýsir að nafnið Sækýrnar komi frá vatnaskepnunnni Manatee, sem margir þekkja frá Flórída. „Þetta eru miklir húmoristar og það er ekki of mikill gorgeir í okkur. Við skömmumst okkar hvorki fyrir að vera miðaldra konur né að vera „bloody cows"," spaugar Guðrún er hún er spurð út í nafn Sækúnna sem nú safna styrkjum fyrir leiðangurinn. Verði afgangur er hann ætlaður MS-félaginu á Íslandi. „Ef satt skal segja þá eigum við leynivini, nokkra einstaklinga sem styrktu okkur strax, en okkur vantar samt enn þá upp á," segir sækýrin Guðrún Hlín Jónsdóttir. Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
„Við ætlum að sanna að miðaldra kerlingar eru ekki dauðar úr öllum æðum," segir Guðrún Hlín Jónsdóttir, liðsstjóri Sækúnna, hóps kvenna sem ætla að synda boðsund yfir Ermarsundið í sumar. Sex konur úr Sækúnum ætla að þreyta boðsundið síðustu vikuna í júní. Guðrún verður liðsstjóri um borð í fylgdarbát og áttunda sjósundkonan verður með og gerir heimildarmynd um ævintýrið. Guðrún segir erfitt að komast að til að synda yfir Ermarsundið, það geti jafnvel tekið tvö til þrjú ár. Sækýrnar hafi þó náð að útvega sér góðan skipstjóra, Eddie Spelling, sem fylgir þeim á bát sínum Anastasia. „Við fáum fyrsta sundrétt síðustu vikuna í júní. Ef okkur líst ekki á aðstæður getur næsti nýtt tækifærið," útskýrir hún. Ekki er enn vitað nákvæmlega hvaða dag íslensku Sækýrnar leggjast til sunds. „En það verður lagt af stað á morgunflóðinu milli klukkan þrjú og fjögur um nótt. Fyrstu tímana synda þær því í myrkri. Ég verð varamaður tilbúin á kantinum að stökkva út í. Ermarsundið er Mount Everest sundmanna og við ætlum okkur yfir og við förum yfir," segir Guðrún. Synt verður frá Dover í Englandi yfir til Calais í Frakklandi. Konurnar munu skiptast á og hver synda klukkstund í senn. „Það er ekki synt beint yfir því straumarnir gera það að verkum að það er synt í S," segir Guðrún sem kveður sundið yfir Ermarsund að jafnaði taka 12 til 14 klukkustundir – aðra leið. „En við ætlum að synda rakleitt aftur til baka," segir Guðrún og slær enn á létta strengi: „Við erum ekkert vissar um að okkur líki við Calais þegar við komum yfir." Allt í allt gæti sundsprettur Sækúnna varað í um þrjátíu klukkustundir. Sækýrnar hafa allar stundað sjósund um árabil. Meðal afreka einstakra liðsmanna er Drangeyjarsund, Hríseyjarsund, Viðeyjarsund og boðsund fjögurra þeirra upp á Akranes. „Þær eru seigir jaxlar, algerir dísilmótorar og kalla ekki allt ömmu sína. Sjósund er áttatíu prósent hugarfar," segir Guðrún, sem aðspurð upplýsir að nafnið Sækýrnar komi frá vatnaskepnunnni Manatee, sem margir þekkja frá Flórída. „Þetta eru miklir húmoristar og það er ekki of mikill gorgeir í okkur. Við skömmumst okkar hvorki fyrir að vera miðaldra konur né að vera „bloody cows"," spaugar Guðrún er hún er spurð út í nafn Sækúnna sem nú safna styrkjum fyrir leiðangurinn. Verði afgangur er hann ætlaður MS-félaginu á Íslandi. „Ef satt skal segja þá eigum við leynivini, nokkra einstaklinga sem styrktu okkur strax, en okkur vantar samt enn þá upp á," segir sækýrin Guðrún Hlín Jónsdóttir.
Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira