Lundgren birti gagnrýni Atla Sigurjónssonar hjá Filmophilia á Facebook-síðu sinni á sunnudaginn. Tæplega 100 þúsund manns fylgja Lundgren eftir á Facebook og virðist sá sænski ánægður með dóm Atla. Stiklu úr kvikmyndinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Lundgren er líklega þekktastur fyrir að leika hnefaleikakappann Ivan Drago í kvikmyndinni Rocky 4 árið 1985. Í myndinni er Drago svar Austurblokkarinnar við bandaríska hnefaleikakappanum Rocky Balboa sem leikinn er af Sylvester Stallone.
Lundgren kom hingað til lands í maí árið 1983 ásamt þáverandi unnustu sinni, söngkonunni Grace Jones. Jones hélt tónleika í Safarí við Skúlagötu.
Gagnrýni Atla sem Lundgren afritaði

"Universal Soldier: Day Of Reckoning is a pretty standard action flick that's turned into a fascinating movie thanks to director John Hyams' wonderfully weird style and great command of the medium."
"Probably the best movie that could have been made out of this material"
- Atlisig, FILMOPHILIA
Gagnrýnina í heild sinni má sjá á vefsíðu Filmophilia, sjá hér.