Erlent

Gift áhugafólk um vændi á Facebook

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nýja leitarvél samfélagsmiðilsins Facebook gerir notendum kleift að flokka fólk eftir samfélagsstöðu og áhugamálum.

Margir hafa sett spurningamerki við hvaða áhrif Facebook hefur á friðhelgi einkalífsins. Líklegt er að hinir sömu muni stökkva á nef sér þegar þeir kynna sér möguleika nýju leitarvélarinnar.

Áhugamaður um nýju leitarvélina og gagnrýnandi Facebook hefur tekið saman áhugaverð dæmi þess hvað hægt sé að gera með nýju leitarvélinni. Hann hefur til að mynda tekið saman lista yfir gift fólk sem hefur áhuga á vændiskonum. Í framhaldinu er svo hægt að hafa uppi á mökum viðkomandi.

Samantektin gerir vissulega gys að nýju leitarvélinni en vekur um leið spurningar. Hægt er að taka saman lista yir starfsmenn McDonald's sem líkar kynþáttaníð og kaþólskar mömmur sem líkar við Durex-smokka.

Samantektina má sjá hér.

Sauðsvartur almenningur hefur ekki enn fengið aðgengi að leitarvélinni. Til þess þarf að skrá sig hjá Facebook og fara á biðlista. Það er hægt að gera hér og kynna sér möguleika leitarvélarinnar enn frekar.

Ein leið til þess að komast hjá því að leitarvélin geti flokkað notendur samkvæmt þessum hætti er að halda persónulegum upplýsingum fyrir sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×