Ísland græðir einna mest á innflytjendum Stígur Helgason og Sunna Valgerðardóttir skrifar 17. júní 2013 08:00 Félagsmálaráðherra telur íslenskukennslu undirstöðu þess að innflytjendur geti tekið virkan þátt í samfélaginu. Innflytjendur hafa jákvæðari áhrif á ríkiskassa Íslands en flestra þeirra ríkja sem við berum okkur saman við. Fram kemur í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) að Ísland er í fimmta sæti af þeim 27 sem könnuð voru með tilliti til þess hversu mikið innflytjendur leggja til samfélagins. Hér auka þeir verga landsframleiðslu um 0,9 prósent, samanborið við 0,35 prósent að meðaltali í OECD-ríkjunum. Útreikningarnir byggja á tölum frá 2007 til 2009, en jafnframt kemur fram að fjármálakreppan hafi hvergi dregið jafnmikið úr flæði innflytjenda og á Írlandi og Íslandi. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra segir að þótt niðurstöðurnar byggi á nokkurra ára gömlum tölum megi draga af þeim ýmsar ályktanir. „Sú helsta er mikilvægi virkrar þátttöku innflytjenda í atvinnulífinu og samfélaginu í heild. Vinna er og verður forsenda vaxtar og velferðar okkar allra, óháð uppruna,“ segir Eygló. „Undirstaða virkar þátttöku til framtíðar er síðan góð íslenskukennsla og stuðningur til að kynnast og læra á íslenskt samfélag. Rannsóknin staðfestir og minnir okkur á að samfélagið í heild hagnast á því.“ Lúxemborg trónir á toppi listans. Þar auka innflytjendur landsframleiðslu um rétt rúm tvö prósent, en hafa ber í huga að þar eru innflytjendur rúmlega 42 prósent íbúa, að því er fram kemur í skýrslunni, samanborið við ellefu prósent á Íslandi. Neikvæðustu efnahagsáhrifin hafa innflytjendur í Þýskalandi, þar sem þeir draga úr landsframleiðslu um sem nemur 1,13 prósentum. Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Sjá meira
Innflytjendur hafa jákvæðari áhrif á ríkiskassa Íslands en flestra þeirra ríkja sem við berum okkur saman við. Fram kemur í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) að Ísland er í fimmta sæti af þeim 27 sem könnuð voru með tilliti til þess hversu mikið innflytjendur leggja til samfélagins. Hér auka þeir verga landsframleiðslu um 0,9 prósent, samanborið við 0,35 prósent að meðaltali í OECD-ríkjunum. Útreikningarnir byggja á tölum frá 2007 til 2009, en jafnframt kemur fram að fjármálakreppan hafi hvergi dregið jafnmikið úr flæði innflytjenda og á Írlandi og Íslandi. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra segir að þótt niðurstöðurnar byggi á nokkurra ára gömlum tölum megi draga af þeim ýmsar ályktanir. „Sú helsta er mikilvægi virkrar þátttöku innflytjenda í atvinnulífinu og samfélaginu í heild. Vinna er og verður forsenda vaxtar og velferðar okkar allra, óháð uppruna,“ segir Eygló. „Undirstaða virkar þátttöku til framtíðar er síðan góð íslenskukennsla og stuðningur til að kynnast og læra á íslenskt samfélag. Rannsóknin staðfestir og minnir okkur á að samfélagið í heild hagnast á því.“ Lúxemborg trónir á toppi listans. Þar auka innflytjendur landsframleiðslu um rétt rúm tvö prósent, en hafa ber í huga að þar eru innflytjendur rúmlega 42 prósent íbúa, að því er fram kemur í skýrslunni, samanborið við ellefu prósent á Íslandi. Neikvæðustu efnahagsáhrifin hafa innflytjendur í Þýskalandi, þar sem þeir draga úr landsframleiðslu um sem nemur 1,13 prósentum.
Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Sjá meira