Erlent

Kjötvinnslustöð á Írlandi lokað vegna hamborgarahneykslisins

Búið er að loka kjötvinnslustöð á Írlandi í kjölfar hamborgarahneykslisins sem kom upp þar í landi og á Bretlandseyjum í vikunni.

Eins og kunnugt er af fréttum fannst hrossakjöt í hamborgurum sem seldir voru í nokkrum af stærstu verslanakeðjunum á Bretlandseyjum eins og Tesco og Iceland.

Írska matvælaeftirlitið hefur staðfest að hamborgarar þessir komu frá Silvercrest Foods sem nú hefur verið lokað og einnig frá kjötvinnslustöð sem staðsett er í Yorkshire í Englandi.

Eigendur Silvercrest segja að þeir hafi innkallað 10 milljónir hamborgara og að þeim verði fargað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×