Erlent

Piltarnir frá Steubenville dæmdir í fangelsi fyrir nauðgun

Trent Mays og Ma'Lik Richmond
Trent Mays og Ma'Lik Richmond
Íþróttamennirnir Trent Mays og Ma'Lik Richmond voru dæmdir í dag fyrir að nauðga skólasystur sinni í bænum Steubenville í Ohio í Bandaríkjunum síðasta haust.

Málið vakti gríðarlega athygli strax en það er óhætt að segja að það hafi klofið bæinn í tvær fylkingar.

Mennirnir, sem eru sautján og sextán ára gamlir, nýttu sér bágt ástand stúlku sem hafði drukkið of mikið og fóru með hana á milli partýa í bænum, beittu hana kynferðislegu ofbeldi auk þess sem þeir mynduðu brotin og birtu meðal annars myndir af henni hálfnakinni á vefnum Instagram.

Ein myndin sem piltarnir birtu á Instagram.
Stúlkan mundi ekkert eftir kvöldinu og komst ekki að því hvað hafði gerst fyrr en daginn eftir. Meðal annars vegna umræðna á netinu við niðurlægjandi myndir af henni sem piltarnir tóku og birtu.

Vegna ungs aldurs voru mennirnir dæmdir í unglingafangelsi þar sem þeir þurfa að afplána að minnsta kosti eitt ár, hugsanlega lengur.

Sá eldri þarf aftur á móti að afplána eitt ár í fangelsi eftir að hafa afplánað í unglingafangelsi, vegna myndanna sem hann og tók og birti af stúlkunni, enda var hún undir lögaldri þegar þær voru teknar.

Piltarnir voru í fótboltaliði bæjarins sem bæjarlífið snýst að miklu leytinu til um. Þess vegna snérust fjölmargir í bænum á sveif með piltunum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×