Steinþór Freyr Þorsteinsson og félagar hans í Sandnes Ulf urðu að sætta sig við 1-2 tap á heimavelli á móti Vålerenga í dag þegar liðin áttust við í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta.
Sandnes Ulf liðið tapaði tveimur fyrstu leikjum sínum en hafði síðan náð í stig í undanförnum fjórum leikjum, samtals átta stig.
Steinþór Freyr lék allan leikinn fyrir Sandnes Ulf og fékk dauðafæri til að jafna leikinn á 69. mínútu eftir að Tommy Høiland hafði minnkað muninn í 2-1.
Diego Calvo og Simon Larsen skoruðu mörk Vålerenga á fyrstu tólf mínútum leiksins en Vålerenga-liðið var fyrir neðan Sandnes Ulf í töflunni fyrir leikinn.

