Adolf Ingi á ströndinni með klappstýrum Kristján Hjálmarsson skrifar 31. maí 2013 13:00 Adolf Ingi Erlingsson verður með innslög frá Evrópumótinu í strandhandbolta á vef Evrópska handboltasambandsins í sumar. Dolli, eins og hann er oftast kallaður, hefur farið á kostum í óhefðbundinni umfjöllun sinni frá stórmótum í handbolta og er skemmst að minnast þess þegar hann bað norsku stórskyttuna Gro Hammerseng að sýna á sér magavöðvana eftir leik gegn Svíum á EM. „Þetta verður í fyrsta skipti sem ég sé strandhandbolta,“ segir Dolli og skellir upp úr. „Þetta verður rosa stuð. Mótshaldarar gera þetta eins og með strandblakið - það verður diskótekari sem heldur uppi fjörinu, klappstýrur og læti. Ef veðrið verður gott verður þetta ábyggilega mikið fjör en ef það verður rigning verður fjörið ekki jafn mikið.“ Evrópumótið í strandhandbolta fer fram í Herring í Danmörku dagana 8. - 15. júlí. Átta lið í karla- og kvennaflokki eru skráð til leiks. Reglurnar eru svipaðar og í hefðbundnum handbolta, þó er ekki hægt að drippla boltanum auk þess sem boltinn er minni og mýkri. Starfs síns vegna hefur Dolli þurft að kynna sér hinar ýmsu íþróttir en hann segir strandhandboltann ekki þá skrýtnustu. „Ég á eftir að kynna mér þetta almennilega - ég veit ekkert hvað ég er að fara út í ,“ segir Dolli. „Innanhússhjólreiðarnar eru hins vegar skrýtnasta íþróttin. Það eru mjög furðurlegar reglur í þeim.“ Dolli er að vonum spenntur fyrir mótinu. „Ætlunin er að við Guðni, sem fer með mér, verðum með einhver skemmtilegheit. Þetta er ekki alveg eins formlegt og hin mótin og ég held að það verði meira fjör þarna,“ segir Dolli. „Ég er mjög spenntur fyrir þessu. Ég vona bara að danska sumarið verði gott og maður geti verið í stuttbuxum með sólgleraugu en ekki í pollagalla í blautum sandinum.“ Í meðfylgjandi myndbandi má sjá viðtal Dolla við Gro Hammerseng. Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Fleiri fréttir Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Sjá meira
Adolf Ingi Erlingsson verður með innslög frá Evrópumótinu í strandhandbolta á vef Evrópska handboltasambandsins í sumar. Dolli, eins og hann er oftast kallaður, hefur farið á kostum í óhefðbundinni umfjöllun sinni frá stórmótum í handbolta og er skemmst að minnast þess þegar hann bað norsku stórskyttuna Gro Hammerseng að sýna á sér magavöðvana eftir leik gegn Svíum á EM. „Þetta verður í fyrsta skipti sem ég sé strandhandbolta,“ segir Dolli og skellir upp úr. „Þetta verður rosa stuð. Mótshaldarar gera þetta eins og með strandblakið - það verður diskótekari sem heldur uppi fjörinu, klappstýrur og læti. Ef veðrið verður gott verður þetta ábyggilega mikið fjör en ef það verður rigning verður fjörið ekki jafn mikið.“ Evrópumótið í strandhandbolta fer fram í Herring í Danmörku dagana 8. - 15. júlí. Átta lið í karla- og kvennaflokki eru skráð til leiks. Reglurnar eru svipaðar og í hefðbundnum handbolta, þó er ekki hægt að drippla boltanum auk þess sem boltinn er minni og mýkri. Starfs síns vegna hefur Dolli þurft að kynna sér hinar ýmsu íþróttir en hann segir strandhandboltann ekki þá skrýtnustu. „Ég á eftir að kynna mér þetta almennilega - ég veit ekkert hvað ég er að fara út í ,“ segir Dolli. „Innanhússhjólreiðarnar eru hins vegar skrýtnasta íþróttin. Það eru mjög furðurlegar reglur í þeim.“ Dolli er að vonum spenntur fyrir mótinu. „Ætlunin er að við Guðni, sem fer með mér, verðum með einhver skemmtilegheit. Þetta er ekki alveg eins formlegt og hin mótin og ég held að það verði meira fjör þarna,“ segir Dolli. „Ég er mjög spenntur fyrir þessu. Ég vona bara að danska sumarið verði gott og maður geti verið í stuttbuxum með sólgleraugu en ekki í pollagalla í blautum sandinum.“ Í meðfylgjandi myndbandi má sjá viðtal Dolla við Gro Hammerseng.
Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Fleiri fréttir Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Sjá meira