Adolf Ingi á ströndinni með klappstýrum Kristján Hjálmarsson skrifar 31. maí 2013 13:00 Adolf Ingi Erlingsson verður með innslög frá Evrópumótinu í strandhandbolta á vef Evrópska handboltasambandsins í sumar. Dolli, eins og hann er oftast kallaður, hefur farið á kostum í óhefðbundinni umfjöllun sinni frá stórmótum í handbolta og er skemmst að minnast þess þegar hann bað norsku stórskyttuna Gro Hammerseng að sýna á sér magavöðvana eftir leik gegn Svíum á EM. „Þetta verður í fyrsta skipti sem ég sé strandhandbolta,“ segir Dolli og skellir upp úr. „Þetta verður rosa stuð. Mótshaldarar gera þetta eins og með strandblakið - það verður diskótekari sem heldur uppi fjörinu, klappstýrur og læti. Ef veðrið verður gott verður þetta ábyggilega mikið fjör en ef það verður rigning verður fjörið ekki jafn mikið.“ Evrópumótið í strandhandbolta fer fram í Herring í Danmörku dagana 8. - 15. júlí. Átta lið í karla- og kvennaflokki eru skráð til leiks. Reglurnar eru svipaðar og í hefðbundnum handbolta, þó er ekki hægt að drippla boltanum auk þess sem boltinn er minni og mýkri. Starfs síns vegna hefur Dolli þurft að kynna sér hinar ýmsu íþróttir en hann segir strandhandboltann ekki þá skrýtnustu. „Ég á eftir að kynna mér þetta almennilega - ég veit ekkert hvað ég er að fara út í ,“ segir Dolli. „Innanhússhjólreiðarnar eru hins vegar skrýtnasta íþróttin. Það eru mjög furðurlegar reglur í þeim.“ Dolli er að vonum spenntur fyrir mótinu. „Ætlunin er að við Guðni, sem fer með mér, verðum með einhver skemmtilegheit. Þetta er ekki alveg eins formlegt og hin mótin og ég held að það verði meira fjör þarna,“ segir Dolli. „Ég er mjög spenntur fyrir þessu. Ég vona bara að danska sumarið verði gott og maður geti verið í stuttbuxum með sólgleraugu en ekki í pollagalla í blautum sandinum.“ Í meðfylgjandi myndbandi má sjá viðtal Dolla við Gro Hammerseng. Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Fleiri fréttir Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Sjá meira
Adolf Ingi Erlingsson verður með innslög frá Evrópumótinu í strandhandbolta á vef Evrópska handboltasambandsins í sumar. Dolli, eins og hann er oftast kallaður, hefur farið á kostum í óhefðbundinni umfjöllun sinni frá stórmótum í handbolta og er skemmst að minnast þess þegar hann bað norsku stórskyttuna Gro Hammerseng að sýna á sér magavöðvana eftir leik gegn Svíum á EM. „Þetta verður í fyrsta skipti sem ég sé strandhandbolta,“ segir Dolli og skellir upp úr. „Þetta verður rosa stuð. Mótshaldarar gera þetta eins og með strandblakið - það verður diskótekari sem heldur uppi fjörinu, klappstýrur og læti. Ef veðrið verður gott verður þetta ábyggilega mikið fjör en ef það verður rigning verður fjörið ekki jafn mikið.“ Evrópumótið í strandhandbolta fer fram í Herring í Danmörku dagana 8. - 15. júlí. Átta lið í karla- og kvennaflokki eru skráð til leiks. Reglurnar eru svipaðar og í hefðbundnum handbolta, þó er ekki hægt að drippla boltanum auk þess sem boltinn er minni og mýkri. Starfs síns vegna hefur Dolli þurft að kynna sér hinar ýmsu íþróttir en hann segir strandhandboltann ekki þá skrýtnustu. „Ég á eftir að kynna mér þetta almennilega - ég veit ekkert hvað ég er að fara út í ,“ segir Dolli. „Innanhússhjólreiðarnar eru hins vegar skrýtnasta íþróttin. Það eru mjög furðurlegar reglur í þeim.“ Dolli er að vonum spenntur fyrir mótinu. „Ætlunin er að við Guðni, sem fer með mér, verðum með einhver skemmtilegheit. Þetta er ekki alveg eins formlegt og hin mótin og ég held að það verði meira fjör þarna,“ segir Dolli. „Ég er mjög spenntur fyrir þessu. Ég vona bara að danska sumarið verði gott og maður geti verið í stuttbuxum með sólgleraugu en ekki í pollagalla í blautum sandinum.“ Í meðfylgjandi myndbandi má sjá viðtal Dolla við Gro Hammerseng.
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Fleiri fréttir Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Sjá meira