Leikmenn hætta vegna vangoldinna greiðsla Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. maí 2013 13:48 Mynd/Stefán Helmingur íþróttafélaga hér á landi stendur sig illa þegar kemur að greiðslum til leikmanna sinna sem eiga við meiðsli að stríða. Þetta kemu fram í meistararitgerð Ragnars Mar Sigrúnarsonar í íþróttavísindaþjálfun við Háskólann í Reykjavík. Ragnar tók til skoðunar tíu félög í efstu deild karla og kvenna í knattspyrnu auk 1. deildar karla. Markmiðið með rannsókninni var tvíþætt. Annars vegar að kanna andlega líðan knattspyrnumanna sem hafa meiðst alvarlega eða langvarandi og hins vegar aðkoma þjálfara og hvernig þeir styðja við bakið á leikmönnum. „Helmingur félaganna var hreinlega að skíta í buxurnar þegar kom að því að styðja við bakið á knattspyrnumönnum sínum,“ sagði Ragnar Mar í samtali við Þorkel Mána Pétursson og Frosta Logason í útvarpsþættinum Harmageddon. Ragnar Mar átti sjálfur í erfiðum meiðslum sem knattspyrnumaður og á góða vini sem áttu erfitt uppdráttar í meiðslum. Ragnar segir nokkra leikmenn hafa átt í miklum erfiðleikum að fá endurgreiddan sjúkrakostnað hjá félögum sínum. Sumir höfðu jafnvel hætt í sjúkraþjálfun þar sem þeir sáu ekki fram á að fá kostnaðinn endurgreiddan. Aðrir hafi hreinlega hætt knattspyrnuiðkun. Gefist upp. Í samtölum við þjálfara kom fram að þeir voru mjög ákveðnir í því að það þyrfti að styrkja leikmenn og hjálpa þeim. Nokkrir þeirra nefndu að fjárhagslega hliðin þyrfti að vera á kristaltæru, þ.e. að menn fengu sjúkrakostnaðinn endurgreiddan án vandkvæða. Í rannsókn Ragnars kom einnig fram að þjálfara töldu stórt atriði hversu mikilvægur leikmaðurinn væri fyrir liðið. Mynd/Daníel „Það myndi stýra því hversu mikinn stuðning hann fengi,“ segir Ragnar. Hann segir að vissu leyti skilja sjónarmið þeirra þjálfara og félaga sem jafnvel reyna að rifta samningi sínum við leikmanninn séu meiðsli hans langverandi og mikilvægi hans fyrir liðið lítið. „Ef þú ert með eign í fyrirtæki sem er óarðbær er kannski eðlilegt að þú reynir að afskrifa hana,“ segir Ragnar. Hann benti einnig á að ýmislegt virtist ábótavant í leyfiskerfi Knattspyrnusambands Íslands. Þar séu félög ekki skikkuð til þess að standa skil á greiðslum vegna sjúkrakostnaðar til leikmanna. Engu að síður eru leikmenn tryggðir í gegnum KSÍ samninga við félög sín. „Svo virðist sem það sé grundvöllur fyrir það að félögin svindli. Siðferðislega er það kannski mjög rangt. En segjum að þú sért að reka félag með litla peninga á milli handanna og leikmann sem kostar mikla peninga af því hann er mjög meiddur. Einhver félög reyndu að rifa samningi við leikmann sem hafði verið meiddur lengi,“ segir Ragnar. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Íþróttir Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Fleiri fréttir Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Í beinni: Breiðablik - Vestri | Geta jafnað Víkinga á toppnum „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Sjá meira
Helmingur íþróttafélaga hér á landi stendur sig illa þegar kemur að greiðslum til leikmanna sinna sem eiga við meiðsli að stríða. Þetta kemu fram í meistararitgerð Ragnars Mar Sigrúnarsonar í íþróttavísindaþjálfun við Háskólann í Reykjavík. Ragnar tók til skoðunar tíu félög í efstu deild karla og kvenna í knattspyrnu auk 1. deildar karla. Markmiðið með rannsókninni var tvíþætt. Annars vegar að kanna andlega líðan knattspyrnumanna sem hafa meiðst alvarlega eða langvarandi og hins vegar aðkoma þjálfara og hvernig þeir styðja við bakið á leikmönnum. „Helmingur félaganna var hreinlega að skíta í buxurnar þegar kom að því að styðja við bakið á knattspyrnumönnum sínum,“ sagði Ragnar Mar í samtali við Þorkel Mána Pétursson og Frosta Logason í útvarpsþættinum Harmageddon. Ragnar Mar átti sjálfur í erfiðum meiðslum sem knattspyrnumaður og á góða vini sem áttu erfitt uppdráttar í meiðslum. Ragnar segir nokkra leikmenn hafa átt í miklum erfiðleikum að fá endurgreiddan sjúkrakostnað hjá félögum sínum. Sumir höfðu jafnvel hætt í sjúkraþjálfun þar sem þeir sáu ekki fram á að fá kostnaðinn endurgreiddan. Aðrir hafi hreinlega hætt knattspyrnuiðkun. Gefist upp. Í samtölum við þjálfara kom fram að þeir voru mjög ákveðnir í því að það þyrfti að styrkja leikmenn og hjálpa þeim. Nokkrir þeirra nefndu að fjárhagslega hliðin þyrfti að vera á kristaltæru, þ.e. að menn fengu sjúkrakostnaðinn endurgreiddan án vandkvæða. Í rannsókn Ragnars kom einnig fram að þjálfara töldu stórt atriði hversu mikilvægur leikmaðurinn væri fyrir liðið. Mynd/Daníel „Það myndi stýra því hversu mikinn stuðning hann fengi,“ segir Ragnar. Hann segir að vissu leyti skilja sjónarmið þeirra þjálfara og félaga sem jafnvel reyna að rifta samningi sínum við leikmanninn séu meiðsli hans langverandi og mikilvægi hans fyrir liðið lítið. „Ef þú ert með eign í fyrirtæki sem er óarðbær er kannski eðlilegt að þú reynir að afskrifa hana,“ segir Ragnar. Hann benti einnig á að ýmislegt virtist ábótavant í leyfiskerfi Knattspyrnusambands Íslands. Þar séu félög ekki skikkuð til þess að standa skil á greiðslum vegna sjúkrakostnaðar til leikmanna. Engu að síður eru leikmenn tryggðir í gegnum KSÍ samninga við félög sín. „Svo virðist sem það sé grundvöllur fyrir það að félögin svindli. Siðferðislega er það kannski mjög rangt. En segjum að þú sért að reka félag með litla peninga á milli handanna og leikmann sem kostar mikla peninga af því hann er mjög meiddur. Einhver félög reyndu að rifa samningi við leikmann sem hafði verið meiddur lengi,“ segir Ragnar. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Íþróttir Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Fleiri fréttir Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Í beinni: Breiðablik - Vestri | Geta jafnað Víkinga á toppnum „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Sjá meira