Hinn 52 ára gamli John Alleman hné niður þar sem hann beið eftir strætisvagni við veitingastaðinn í síðustu viku. Honum var haldið sofandi í öndunarvél þar til í gær þegar tilkynnt var um andlát hans.
Matsölustaðurinn er þekktur fyrir sína risastóru hamborgara, einstaklega fitandi mjólkurhristinga og franskar kartöflur eldaðar í svínafeiti. Slagorð fyrirtækisins er „Taste worth dying for" sem mætti þýða „Bragð sem fórna má lífinu fyrir".

„Hann missti ekki úr dag, jafnvel á jólunum. Fólk elskaði hann. Hann hafði einstakt lag á því að ná til fólks," segir Basso.
Á þann hátt varð Alleman óopinbert andlit matsölustaðarins þar sem gengilbeinur klæddar sem hjúkrunarkonur bera fram matinn. Skopstæling af honum „Sjúklingnum John" prýðir matseðil staðarins.

Nánar um málið á fréttavef Guardian.