Enski boltinn

Ferguson: Hrukkum í gang við fyrsta markið

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Nordicphotos/Getty
„Það er erfitt að leika gegn Wigan, sérstaklega á þeirra heimvelli þannig að 4-0 er mjög góð úrslit fyrir okkur," sagði Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United eftir 4-0 sigurinn á Wigan á útivelli í dag.

„Leikurinn fór hægt af stað en um leið og við skoruðum fyrsta markið hrukkum við í gang og við vorum mjög ánægðir með að fara inn á hálfleikinn 2-0 yfir," sagði Ferguson sem hældi markaskorurum sínum, Javier Hernandez og Robin van Persie sem skoruðu tvö mörk hvor í leiknum.

„Javier Hernandez er markaskorari, refur í teignum. Hæfileikar van Persie er einstakir og fyrra markið hans stórkostlegt. Við bjuggumst við því að hann yrði lykilleikmaður sem myndi bæta einhverju aukalega við okkar leik og það hefur hann svo sannarlega gert," sagði Ferguson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×