Eigum góða möguleika á að skora í kvöld Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Ljubljana skrifar 22. mars 2013 07:00 Lars Lagerbäck. Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Íslands, segir mikilvægt að leikmenn endurtaki ekki mistökin sem þeir gerðu í æfingaleiknum gegn Rússlandi í síðasta mánuði. Ísland mætir Slóveníu ytra í undankeppni HM 2014 í kvöld. „Það eru allir heilir og allir gátu verið með á æfingunni í dag," sagði Lars í samtali við Fréttablaðið í Ljubljana í gær. Hann á ekki von á að breyta miklu í byrjunarliði sínu fyrir leikinn í kvöld. „Við vorum án nokkurra leikmanna gegn Rússlandi og því breytist það eitthvað en grunnhugmyndin er sú sama. Ég var ánægður með hvernig við vörðumst í þeim leik og tel reyndar að það sé það besta sem við höfum sýnt í heilum leik hingað til." Lagerbäck segist hafa fengið einhverjar upplýsingar um lið Slóvena sem spilar sinn fyrsta mótsleik í kvöld undir stjórn nýs þjálfara, Srecko Katanec. „Við vitum að það eru einhver meiðslavandræði í liðinu en það breytir í raun ekki miklu fyrir okkur. Við munum mæta vel undirbúnir til leiks, hvernig sem þeir spila." Verkefnið í kvöld verður erfitt enda Slóvenar með sterkt lið sem komst til að mynda þrívegis í úrslitakeppni stórmóts á tólf árum. „Á útivelli skiptir mestu að verjast vel. Ef það tekst tel ég sigurlíkur okkar fínar enda eigum við góða möguleika á að skora miðað við þá leikmenn sem við erum með. Ég vil að liðið spili góða vörn en taki svo skynsamlegar ákvarðanir þegar það fær boltann. Við lærðum það vonandi af leiknum gegn Rússum." - esá Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Íslands, segir mikilvægt að leikmenn endurtaki ekki mistökin sem þeir gerðu í æfingaleiknum gegn Rússlandi í síðasta mánuði. Ísland mætir Slóveníu ytra í undankeppni HM 2014 í kvöld. „Það eru allir heilir og allir gátu verið með á æfingunni í dag," sagði Lars í samtali við Fréttablaðið í Ljubljana í gær. Hann á ekki von á að breyta miklu í byrjunarliði sínu fyrir leikinn í kvöld. „Við vorum án nokkurra leikmanna gegn Rússlandi og því breytist það eitthvað en grunnhugmyndin er sú sama. Ég var ánægður með hvernig við vörðumst í þeim leik og tel reyndar að það sé það besta sem við höfum sýnt í heilum leik hingað til." Lagerbäck segist hafa fengið einhverjar upplýsingar um lið Slóvena sem spilar sinn fyrsta mótsleik í kvöld undir stjórn nýs þjálfara, Srecko Katanec. „Við vitum að það eru einhver meiðslavandræði í liðinu en það breytir í raun ekki miklu fyrir okkur. Við munum mæta vel undirbúnir til leiks, hvernig sem þeir spila." Verkefnið í kvöld verður erfitt enda Slóvenar með sterkt lið sem komst til að mynda þrívegis í úrslitakeppni stórmóts á tólf árum. „Á útivelli skiptir mestu að verjast vel. Ef það tekst tel ég sigurlíkur okkar fínar enda eigum við góða möguleika á að skora miðað við þá leikmenn sem við erum með. Ég vil að liðið spili góða vörn en taki svo skynsamlegar ákvarðanir þegar það fær boltann. Við lærðum það vonandi af leiknum gegn Rússum." - esá
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn