Jón Gnarr vill nýtt ríkisfang Kristján Hjálmarsson skrifar 25. nóvember 2013 11:35 Jón Gnarr er ósáttur við mannanfnanefnd. Jón Gnarr borgarstjóri óskar eftir nýju ríkisfangi á Facebooksíðu sinni. Ástæðan er sú að hann fær ekki nafnið Gnarr samþykkt hjá þjóðskrá. Í pistli sem borgarstjórinn skrifar kemur fram að Jón hafi nefnt dóttur sína Camillu í höfuðið á langömmu hennar. Þegar hann fékk staðfestingu á nafni hennar senda heim var búið að breyta nafninu í Kamilla. „Ég hélt að þetta væri misskilningur en eftir símtal til þjóðskrár var mér tjáð að C er nú bannað í íslenska stafrófinu,“ segir Jón á Facebooksíðu sinni. Í bréfinu, sem er skrifað á ensku, segir borgarstjórinn meðal annars frá því að hann hafi verið skírður Jón Gunnar Kristinsson. Á unglingsaldri hafi hann breytt nafninu sínu í Jón Gnarr og hann hafi verið kallaður það síðan. „En það er ekki lögbundna nafnið mitt,“ skrifar Jón og útskýrir síðan að ný ættarnöfn séu bönnuð hér á landi. “Það er til að vernda einhverja íslenska hefð bla-bla-bla,“ segir Jón. Hann segir einni frá því hvernig innflytjendur hafi verið neyddir til að taka upp íslensk nöfn. Það sé hins vegar mannréttindabrot og því hafi íslensk stjórnvöld þurft að breyta þessum reglum. „Íslenskir foreldrar mega ekki nefna börnin sín Jesú. Innflytjendur eiga hins vegar börn sem eru nefnd Jesú,“ segir Jón meðal annars. „Ef ég myndi vilja taka upp ættarnafnið Reykjavík yrði mér synjað um það en ef Jim Reykjavík myndi flytja hingað til lands mætti hann halda nafninu. Það er ósanngjarnt, heimskuleg lög gegn sköpunargleði,“ segir Jón sem ætlar að berjast fyrir því að taka upp Gnarr nafnið. „Ég hef ekki efni á því að fara í mál við ríkið. Og ég gæti tapað. En ég gæti flutt til annars lands þar sem nafnið mitt yrði samþykkt og þar af leiðandi yrði það sjálfkrafa samþykkt hér. Ekkert vandamál. Svo hvar get ég fengið ríkisborgararétt? Einhverjar hugmyndir? Ég heiti Jón. Jón Gnarr. Getur einhver hjálpað mér?“ Með færslunni lætur Jón lagið My Name Is með rapparanum Eminem fylgja með. Post by Jón Gnarr. Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Sjá meira
Jón Gnarr borgarstjóri óskar eftir nýju ríkisfangi á Facebooksíðu sinni. Ástæðan er sú að hann fær ekki nafnið Gnarr samþykkt hjá þjóðskrá. Í pistli sem borgarstjórinn skrifar kemur fram að Jón hafi nefnt dóttur sína Camillu í höfuðið á langömmu hennar. Þegar hann fékk staðfestingu á nafni hennar senda heim var búið að breyta nafninu í Kamilla. „Ég hélt að þetta væri misskilningur en eftir símtal til þjóðskrár var mér tjáð að C er nú bannað í íslenska stafrófinu,“ segir Jón á Facebooksíðu sinni. Í bréfinu, sem er skrifað á ensku, segir borgarstjórinn meðal annars frá því að hann hafi verið skírður Jón Gunnar Kristinsson. Á unglingsaldri hafi hann breytt nafninu sínu í Jón Gnarr og hann hafi verið kallaður það síðan. „En það er ekki lögbundna nafnið mitt,“ skrifar Jón og útskýrir síðan að ný ættarnöfn séu bönnuð hér á landi. “Það er til að vernda einhverja íslenska hefð bla-bla-bla,“ segir Jón. Hann segir einni frá því hvernig innflytjendur hafi verið neyddir til að taka upp íslensk nöfn. Það sé hins vegar mannréttindabrot og því hafi íslensk stjórnvöld þurft að breyta þessum reglum. „Íslenskir foreldrar mega ekki nefna börnin sín Jesú. Innflytjendur eiga hins vegar börn sem eru nefnd Jesú,“ segir Jón meðal annars. „Ef ég myndi vilja taka upp ættarnafnið Reykjavík yrði mér synjað um það en ef Jim Reykjavík myndi flytja hingað til lands mætti hann halda nafninu. Það er ósanngjarnt, heimskuleg lög gegn sköpunargleði,“ segir Jón sem ætlar að berjast fyrir því að taka upp Gnarr nafnið. „Ég hef ekki efni á því að fara í mál við ríkið. Og ég gæti tapað. En ég gæti flutt til annars lands þar sem nafnið mitt yrði samþykkt og þar af leiðandi yrði það sjálfkrafa samþykkt hér. Ekkert vandamál. Svo hvar get ég fengið ríkisborgararétt? Einhverjar hugmyndir? Ég heiti Jón. Jón Gnarr. Getur einhver hjálpað mér?“ Með færslunni lætur Jón lagið My Name Is með rapparanum Eminem fylgja með. Post by Jón Gnarr.
Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Sjá meira