Óvíst er hver tekur við fyrirliðabandinu hjá íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu sem Katrín Jónsdóttir hefur borið undanfarin ár.
Katrín lagði skóna á hilluna á dögunum en 2-0 tapleikurinn gegn Sviss var hennar síðasti. Þegar Katrínar naut ekki við undanfarin misseri kom það í hlut Söru Bjarkar Gunnarsdóttur að bera fyrirliðabandið.
Landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson vildi ekki upplýsa blaðamann um hver tæki við fyrirliðabandinu á fundi í húsakynnum Knattspyrnusambands Íslands í dag. Hann sagðist ætla að tilkynna leikmönnum ákvörðun sína þegar hópurinn hittist í Serbíu.
Sara Björk kemur sterklega til greina sem nýr fyrirliði og það gerir Margrét Lára Viðarsdóttir einnig.
Freyr þögull sem gröfinn um nýjan fyrirliða
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið




Ballið ekki búið hjá Breiðabliki
Fótbolti





Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“
Íslenski boltinn

Enskar í úrslit eftir dramatík
Fótbolti