Refaveiðimenn segjast hafa skotið refi í öðrum sveitafélögum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. febrúar 2013 11:14 „Sum sveitarfélög hafa verið að greiða þrefalt á við þær greiðslur sem Ísafjarðarbær hefur verið að greiða. Það er mjög gott mál að allir fái það sama og sitji við sama borð," segir Valur Richter, formaður félags refa- og minkaveiðimanna á Vestfjörðum, í samtali við fréttavefinn Bæjarins bestu. Greinargerð frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis um þingsályktunartillögu um breytta framtíðarskipan refaveiða á Íslandi hefur verið send Ísafjarðarbæ til umsagnar. „Undanfarin ár hafa greiðslur vegna grenjavinnslu verið mjög misjafnar milli sveitarfélaga. Þetta hefur gert það að verkum að refaveiðimenn segjast gjarnan hafa skotið refinn í þeim sveitarfélögum þar sem hærra gjald er greitt fyrir hvert veitt dýr," segir í greinagerðinni. Veiðimenn á Ísafirði fá 7000 krónur fyrir hvern unninn ref sem Valur segir ekki mikla hvatningu til þess að fara í lengri veiðiferðir. „Ef ég fer í útkall í Arnarfjörð, í kringum Dynjanda, þá þarf ég að keyra 200 kílómetra til að komast þangað og eyða fimm til sex tímum í að ná tófu. Það er ekki hátt tímakaupið ef greiðslan dugir fyrir olíunni," segir Valur. Þingsályktunartillagan hljóðar upp á að sama verð verði greitt fyrir refa- og minnkaveiðar um allt land. Jóhann Birkir Helgason, sviðstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs Ísafjarðarbæjar, segir tillöguna ósanngjarna að vissu leyti. „Þar sem byggð er mjög strjálbýl er mikill akstur sem fylgir veiðunum. Umhverfisstofnun hefur gefið út gjaldskrá sem hefur ekkert hækkað í mörg ár og er auðvitað allt of lág. Það þarf líka að vera greitt kílómetragjald því annars eru bara vandræði að fá menn í þetta," segir Jóhann Birkir í samtali við BB.is. Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Sjá meira
„Sum sveitarfélög hafa verið að greiða þrefalt á við þær greiðslur sem Ísafjarðarbær hefur verið að greiða. Það er mjög gott mál að allir fái það sama og sitji við sama borð," segir Valur Richter, formaður félags refa- og minkaveiðimanna á Vestfjörðum, í samtali við fréttavefinn Bæjarins bestu. Greinargerð frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis um þingsályktunartillögu um breytta framtíðarskipan refaveiða á Íslandi hefur verið send Ísafjarðarbæ til umsagnar. „Undanfarin ár hafa greiðslur vegna grenjavinnslu verið mjög misjafnar milli sveitarfélaga. Þetta hefur gert það að verkum að refaveiðimenn segjast gjarnan hafa skotið refinn í þeim sveitarfélögum þar sem hærra gjald er greitt fyrir hvert veitt dýr," segir í greinagerðinni. Veiðimenn á Ísafirði fá 7000 krónur fyrir hvern unninn ref sem Valur segir ekki mikla hvatningu til þess að fara í lengri veiðiferðir. „Ef ég fer í útkall í Arnarfjörð, í kringum Dynjanda, þá þarf ég að keyra 200 kílómetra til að komast þangað og eyða fimm til sex tímum í að ná tófu. Það er ekki hátt tímakaupið ef greiðslan dugir fyrir olíunni," segir Valur. Þingsályktunartillagan hljóðar upp á að sama verð verði greitt fyrir refa- og minnkaveiðar um allt land. Jóhann Birkir Helgason, sviðstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs Ísafjarðarbæjar, segir tillöguna ósanngjarna að vissu leyti. „Þar sem byggð er mjög strjálbýl er mikill akstur sem fylgir veiðunum. Umhverfisstofnun hefur gefið út gjaldskrá sem hefur ekkert hækkað í mörg ár og er auðvitað allt of lág. Það þarf líka að vera greitt kílómetragjald því annars eru bara vandræði að fá menn í þetta," segir Jóhann Birkir í samtali við BB.is.
Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Sjá meira