Ísland mun leita réttar síns vegna IPA-styrkja 15. desember 2013 11:22 Össur Skarphéðinsson og Birgir Ármannsson Ísland mun leita leiða til að fá Evrópusambandið með góðu eða illu til að standa við samninga vegna IPA-styrkja kom fram í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar voru mættir Birgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar, og fyrrverandi utanríkisráðherra, Össur Skarphéðinsson, en Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, baðst undan viðtali. „Þetta hefur áhrif á þau verkefni sem eru í gangi og eru vonbrigði fyrir þá aðila sem að þeim standa, sérstaklega í ljósi þess að skilningur manna, okkar og Utanríkisráðuneytisins, var sá í sumar að það yrði haldið áfram með þau verkefni sem voru þegar hafin. Það voru nýjar fréttir fyrir okkur þegar í upphafi mánaðarins kom fram að framkvæmdastjórnin ætlaði líka að klippa á fjárveitingar til þeirra verkefna sem þegar voru hafin. Það var ekki í samræmi við það sem við töldum að væri sameiginlegur skilningur manna þegar að frá þessu var gengið í sumar,“ segir Birgir Ármannsson. „Nú höfðu menn mismunandi skoðanir á IPA-styrkjunum í upphafi, en maður skilur aðstöðu þeirra fyrirtækja og stofnana sem hafa gert sínar áætlanir út frá því að þetta væri frágengið, en ég geri ráð fyrir því að ESB þurfi með einhverjum hætti að bæta þeim samningsrofið vegna þess að það er auðvitað í gildi samningur á milli ESB og þessara aðila og þar eru einhver ákvæði um það þegar samningur er rofinn án þess að um sé að ræða einhverja vanefndir af hálfu þiggjenda greiðslunnar,“ bætti hann við. „Nú stendur yfir lögfræðileg athugun til þess að finna hvað er best að gera. Ég held að af hálfu ESB sé alveg vilji til að standa við ákvæði samningana um þetta.“ Össur Skarphéðinsson sagði þetta ekki koma á óvart. „Það er rétt sem Birgir segir að þetta virtist koma ráðherranum á óvart og miðað við það hvernig hann hafði talað gagnvart ESB um IPA-styrkina fannst mér þetta liggja í kortunum. Það er erfitt fyrir stjórnvaldið að reyna að halda því til streitu að þessum styrkjum verið framhaldið þegar sá maður sem á að gera það af hálfu Íslands, segir það hátt og í hljóði, að hann vilji hvorki sjá haus né sporð á þessum styrkjum,“ segir Össur. „Utanríkisráðherra bæði barði og sparkaði í þessa styrki við hvert tækifæri. Nú hinsvegar mun reyna á hann, því að miðað við hans eigin upplýsingar á fundi með okkur Birgi í utanríkisnefnd fyrir nokkrum dögum er það ljóst að Íslendingar eiga andmælarétt, ég lít svo á að honum beri skylda til að beita sínum þunga til að andmæla þessu með rökum. Hvað sem honum finnst um styrkina - verkefnin voru nánast hafin og ég tel að þetta hafi verið diplómatískur klaufaskapur sem ryður í burtu 6 og hálfum milljarði alls,“ bætti Össur við. Þegar formlegt hlé var gert á aðildarviðræðum Íslands við ESB, barstu svar frá framkvæmdastjórn ESB þar sem áréttað var að skilyrði fyrir IPA-aðstoð væri að viðtökulandið stefndi að inngöngu. Áætlanir gerðu ráð fyrir að 3,5 milljörðum króna yrði varið í verkefni hér á landi vegna áranna 2012 og 2013. Þar eru meðal annars verkefni tengd þýðingum, uppbyggingu stjórnsýslunnar og innleiðingu tilskipana ESB. Hins vegar er þar líka að finna styrki til verkefna vegna byggða- og atvinnuþróunar að upphæð allt að 1,3 milljörðum króna. Umsóknarferli fyrir þá styrki var hafið áður en hlé var gert á aðildarviðræðunum og höfðu fjölmargir aðilar, samtök og stofnanir, lagt mikla vinnu í undirbúning og skipulag. Þá lágu þegar fyrir lokadrög varðandi þau verkefni sem átti að styrkja, en þar á meðal var Matís með verkefni upp á 160 milljónir, Nýsköpunarmiðstöðin með verkefni upp á 377 milljónir, auk ýmissa verkefna í tengslum við atvinnuuppbyggingu víða um land, sem áttu von á styrkjum að upphæð 550 milljónir króna. IPA (Instrument for Pre-Accession Assistance) er samheiti yfir fjölþætta aðstoð sem ESB veitir umsóknarríkjum til að undirbúa aðild. Heildarstuðningurinn sem Íslandi stóð til boða nam um 40 milljónum evra sem jafngildir um 6,2 milljörðum króna. 5,2 milljarðar voru á svokallaðri landsáætlun sem var skipt á árin 2011, 2012 og 2013. (Heimild: Utanríkisráðuneytið) Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira
Ísland mun leita leiða til að fá Evrópusambandið með góðu eða illu til að standa við samninga vegna IPA-styrkja kom fram í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar voru mættir Birgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar, og fyrrverandi utanríkisráðherra, Össur Skarphéðinsson, en Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, baðst undan viðtali. „Þetta hefur áhrif á þau verkefni sem eru í gangi og eru vonbrigði fyrir þá aðila sem að þeim standa, sérstaklega í ljósi þess að skilningur manna, okkar og Utanríkisráðuneytisins, var sá í sumar að það yrði haldið áfram með þau verkefni sem voru þegar hafin. Það voru nýjar fréttir fyrir okkur þegar í upphafi mánaðarins kom fram að framkvæmdastjórnin ætlaði líka að klippa á fjárveitingar til þeirra verkefna sem þegar voru hafin. Það var ekki í samræmi við það sem við töldum að væri sameiginlegur skilningur manna þegar að frá þessu var gengið í sumar,“ segir Birgir Ármannsson. „Nú höfðu menn mismunandi skoðanir á IPA-styrkjunum í upphafi, en maður skilur aðstöðu þeirra fyrirtækja og stofnana sem hafa gert sínar áætlanir út frá því að þetta væri frágengið, en ég geri ráð fyrir því að ESB þurfi með einhverjum hætti að bæta þeim samningsrofið vegna þess að það er auðvitað í gildi samningur á milli ESB og þessara aðila og þar eru einhver ákvæði um það þegar samningur er rofinn án þess að um sé að ræða einhverja vanefndir af hálfu þiggjenda greiðslunnar,“ bætti hann við. „Nú stendur yfir lögfræðileg athugun til þess að finna hvað er best að gera. Ég held að af hálfu ESB sé alveg vilji til að standa við ákvæði samningana um þetta.“ Össur Skarphéðinsson sagði þetta ekki koma á óvart. „Það er rétt sem Birgir segir að þetta virtist koma ráðherranum á óvart og miðað við það hvernig hann hafði talað gagnvart ESB um IPA-styrkina fannst mér þetta liggja í kortunum. Það er erfitt fyrir stjórnvaldið að reyna að halda því til streitu að þessum styrkjum verið framhaldið þegar sá maður sem á að gera það af hálfu Íslands, segir það hátt og í hljóði, að hann vilji hvorki sjá haus né sporð á þessum styrkjum,“ segir Össur. „Utanríkisráðherra bæði barði og sparkaði í þessa styrki við hvert tækifæri. Nú hinsvegar mun reyna á hann, því að miðað við hans eigin upplýsingar á fundi með okkur Birgi í utanríkisnefnd fyrir nokkrum dögum er það ljóst að Íslendingar eiga andmælarétt, ég lít svo á að honum beri skylda til að beita sínum þunga til að andmæla þessu með rökum. Hvað sem honum finnst um styrkina - verkefnin voru nánast hafin og ég tel að þetta hafi verið diplómatískur klaufaskapur sem ryður í burtu 6 og hálfum milljarði alls,“ bætti Össur við. Þegar formlegt hlé var gert á aðildarviðræðum Íslands við ESB, barstu svar frá framkvæmdastjórn ESB þar sem áréttað var að skilyrði fyrir IPA-aðstoð væri að viðtökulandið stefndi að inngöngu. Áætlanir gerðu ráð fyrir að 3,5 milljörðum króna yrði varið í verkefni hér á landi vegna áranna 2012 og 2013. Þar eru meðal annars verkefni tengd þýðingum, uppbyggingu stjórnsýslunnar og innleiðingu tilskipana ESB. Hins vegar er þar líka að finna styrki til verkefna vegna byggða- og atvinnuþróunar að upphæð allt að 1,3 milljörðum króna. Umsóknarferli fyrir þá styrki var hafið áður en hlé var gert á aðildarviðræðunum og höfðu fjölmargir aðilar, samtök og stofnanir, lagt mikla vinnu í undirbúning og skipulag. Þá lágu þegar fyrir lokadrög varðandi þau verkefni sem átti að styrkja, en þar á meðal var Matís með verkefni upp á 160 milljónir, Nýsköpunarmiðstöðin með verkefni upp á 377 milljónir, auk ýmissa verkefna í tengslum við atvinnuuppbyggingu víða um land, sem áttu von á styrkjum að upphæð 550 milljónir króna. IPA (Instrument for Pre-Accession Assistance) er samheiti yfir fjölþætta aðstoð sem ESB veitir umsóknarríkjum til að undirbúa aðild. Heildarstuðningurinn sem Íslandi stóð til boða nam um 40 milljónum evra sem jafngildir um 6,2 milljörðum króna. 5,2 milljarðar voru á svokallaðri landsáætlun sem var skipt á árin 2011, 2012 og 2013. (Heimild: Utanríkisráðuneytið)
Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira