Erlent

Bandarísk yfirvöld vita ekki umfang gagna Snowdens

Mynd/AP Images
Bandarísk yfirvöld vita ekki og fá mögulega aldrei að vita, umfang þeirra gagna sem uppljóstrarinn Edward Snowden komst yfir áður en hann lagði á flótta.

Snowden starfaði sem verktaki hjá NSA bandarísku öryggismálastofnuninni á starfsstöð þeirra á Hawaí. 

Á þeirri starfsstöð, ólíkt öllum öðrum starfsstöðvum, var ekki hægt að fylgjast með því hvaða gögn starfsmenn voru að skoða á hverjum tíma.

Þetta kemur fram í frétt New York Times.

Það er því alls óljóst hvaða upplýsingar Snowden hefur undir höndum, en þegar hefur komið fram að aðeins er búið að segja frá broti þeirra gagna sem Snowden komst yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×