Við hlökkum til næsta árs Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2013 06:00 Margrét Lára Viðarsdóttir fagnar hér marki sínu ásamt liðsfélögum sínum en hún skoraði í fyrsta leik sínum sem fyrirliði liðsins. Mynd/KSÍ/Hilmar Þór Guðmundsson Freyr Alexandersson og stelpurnar hans í kvennalandsliðinu eru komnar á blað í 3. riðli undankeppni HM 2015 eftir 2-1 sigur í kaflaskiptum leik í Serbíu í gær. Íslenska liðið skoraði bæði mörkin sín í fyrri hálfleik en gaf síðan færi á sér í seinni hálfleik þegar serbneska liðið var meira með boltann. „Við áttum frábæran fyrri hálfleik og það er langt síðan liðið hefur spilað eins vel og í fyrri hálfleik. Við vorum mjög hreyfanlegar, sköpuðum fullt af flottum marktækifærum. og héldum boltanum mjög vel,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, eftir leikinn. Margrét Lára skoraði fyrra mark Íslands á 19. mínútu en það síðara skoraði Katrín Ómarsdóttir tveimur mínútum fyrir hálfleik. „Við beittum hápressu í fyrri hálfleiknum og það fór svolítið mikil orka í það. Við duttum niður í seinni hálfleiknum en við spiluðum mjög góða vörn allan leikinn og Þóra var frábær í markinu í seinni hálfleiknum og bjargaði okkur þá nokkrum sinnum. Sigurinn var mjög sanngjarn og kærkominn,“ sagði Margrét Lára. Þetta var lokaleikur liðsins á árinu en átta af tíu leikjum liðsins í riðlinum fara fram á árinu 2014. „Við fáum góða æfingaleiki á Algarve í mars. Við erum lið á uppleið og munum bara vaxa. Þessi sigur gefur okkur aukið sjálfstraust og gefur okkur von um að halda draumnum á lífi að komast á HM. Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur,“ segir Margrét. Sviss vann 1-0 sigur á Danmörku í gær og er með fullt hús (9 stig) og sex stiga forskot á næstu lið í riðlinum. „Auðvitað stefnum við alltaf á fyrsta sætið í riðlinum en eins og staðan er í dag þá er raunhæfara fyrir okkur að setja stefnuna á að ná öðru sætinu. Danmörk verður okkar helsti andstæðingur í framhaldinu eins og þetta lítur út í dag,“ segir Margrét Lára. Margrét Lára hefur verið í leiðtogahlutverki hjá landsliðinu í mörg ár en bar nú fyrirliðabandið í fyrsta sinn. „Ég fann það alveg að þetta gaf mér svolítið extra. Ég er búin að vera í þessu liði í ellefu ár og hafa sama hlutverkið nær allan tímann. Það er gaman fyrir mig að fá nýja áskorun og nýtt og stærra verkefni. Þetta er mikill heiður og vonandi á þetta bara eftir að þroska mig enn frekar sem leikmann,“ sagði Margrét Lára. En var hún búin að bíða eftir fyrirliðabandinu? „Katrín er búin að vera fyrirliði þessa liðs og hefur sinnt því alveg einstaklega vel. Það er gríðarlegur heiður að fá að leiða besta lið Íslands í knattspyrnu út á völlinn. Það er einstakt og vonandi get ég sinnt því hlutverki vel,“ sagði Margrét Lára sem var að leika sinn 94. landsleik í Belgrad í gær. Íslenska liðið hefur aldrei náð betri árangri en á árinu 2013 þegar liðið varð meðal átta bestu liðanna á Evrópumótinu í Svíþjóð. „Þetta er búið að vera frábært ár. Við komust í átta liða úrslit á EM og svo erum við á lífi í undankeppni HM. Við erum lið á uppleið og hlökkum til næsta árs. Það er frábært að ná að vinna þennan mikilvæga lokaleik á árinu og það gefur okkur aukinn kraft fyrir framhaldið,“ sagði Margrét Lára að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Fleiri fréttir Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Sjá meira
Freyr Alexandersson og stelpurnar hans í kvennalandsliðinu eru komnar á blað í 3. riðli undankeppni HM 2015 eftir 2-1 sigur í kaflaskiptum leik í Serbíu í gær. Íslenska liðið skoraði bæði mörkin sín í fyrri hálfleik en gaf síðan færi á sér í seinni hálfleik þegar serbneska liðið var meira með boltann. „Við áttum frábæran fyrri hálfleik og það er langt síðan liðið hefur spilað eins vel og í fyrri hálfleik. Við vorum mjög hreyfanlegar, sköpuðum fullt af flottum marktækifærum. og héldum boltanum mjög vel,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, eftir leikinn. Margrét Lára skoraði fyrra mark Íslands á 19. mínútu en það síðara skoraði Katrín Ómarsdóttir tveimur mínútum fyrir hálfleik. „Við beittum hápressu í fyrri hálfleiknum og það fór svolítið mikil orka í það. Við duttum niður í seinni hálfleiknum en við spiluðum mjög góða vörn allan leikinn og Þóra var frábær í markinu í seinni hálfleiknum og bjargaði okkur þá nokkrum sinnum. Sigurinn var mjög sanngjarn og kærkominn,“ sagði Margrét Lára. Þetta var lokaleikur liðsins á árinu en átta af tíu leikjum liðsins í riðlinum fara fram á árinu 2014. „Við fáum góða æfingaleiki á Algarve í mars. Við erum lið á uppleið og munum bara vaxa. Þessi sigur gefur okkur aukið sjálfstraust og gefur okkur von um að halda draumnum á lífi að komast á HM. Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur,“ segir Margrét. Sviss vann 1-0 sigur á Danmörku í gær og er með fullt hús (9 stig) og sex stiga forskot á næstu lið í riðlinum. „Auðvitað stefnum við alltaf á fyrsta sætið í riðlinum en eins og staðan er í dag þá er raunhæfara fyrir okkur að setja stefnuna á að ná öðru sætinu. Danmörk verður okkar helsti andstæðingur í framhaldinu eins og þetta lítur út í dag,“ segir Margrét Lára. Margrét Lára hefur verið í leiðtogahlutverki hjá landsliðinu í mörg ár en bar nú fyrirliðabandið í fyrsta sinn. „Ég fann það alveg að þetta gaf mér svolítið extra. Ég er búin að vera í þessu liði í ellefu ár og hafa sama hlutverkið nær allan tímann. Það er gaman fyrir mig að fá nýja áskorun og nýtt og stærra verkefni. Þetta er mikill heiður og vonandi á þetta bara eftir að þroska mig enn frekar sem leikmann,“ sagði Margrét Lára. En var hún búin að bíða eftir fyrirliðabandinu? „Katrín er búin að vera fyrirliði þessa liðs og hefur sinnt því alveg einstaklega vel. Það er gríðarlegur heiður að fá að leiða besta lið Íslands í knattspyrnu út á völlinn. Það er einstakt og vonandi get ég sinnt því hlutverki vel,“ sagði Margrét Lára sem var að leika sinn 94. landsleik í Belgrad í gær. Íslenska liðið hefur aldrei náð betri árangri en á árinu 2013 þegar liðið varð meðal átta bestu liðanna á Evrópumótinu í Svíþjóð. „Þetta er búið að vera frábært ár. Við komust í átta liða úrslit á EM og svo erum við á lífi í undankeppni HM. Við erum lið á uppleið og hlökkum til næsta árs. Það er frábært að ná að vinna þennan mikilvæga lokaleik á árinu og það gefur okkur aukinn kraft fyrir framhaldið,“ sagði Margrét Lára að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti Fleiri fréttir Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Sjá meira