Við hlökkum til næsta árs Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2013 06:00 Margrét Lára Viðarsdóttir fagnar hér marki sínu ásamt liðsfélögum sínum en hún skoraði í fyrsta leik sínum sem fyrirliði liðsins. Mynd/KSÍ/Hilmar Þór Guðmundsson Freyr Alexandersson og stelpurnar hans í kvennalandsliðinu eru komnar á blað í 3. riðli undankeppni HM 2015 eftir 2-1 sigur í kaflaskiptum leik í Serbíu í gær. Íslenska liðið skoraði bæði mörkin sín í fyrri hálfleik en gaf síðan færi á sér í seinni hálfleik þegar serbneska liðið var meira með boltann. „Við áttum frábæran fyrri hálfleik og það er langt síðan liðið hefur spilað eins vel og í fyrri hálfleik. Við vorum mjög hreyfanlegar, sköpuðum fullt af flottum marktækifærum. og héldum boltanum mjög vel,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, eftir leikinn. Margrét Lára skoraði fyrra mark Íslands á 19. mínútu en það síðara skoraði Katrín Ómarsdóttir tveimur mínútum fyrir hálfleik. „Við beittum hápressu í fyrri hálfleiknum og það fór svolítið mikil orka í það. Við duttum niður í seinni hálfleiknum en við spiluðum mjög góða vörn allan leikinn og Þóra var frábær í markinu í seinni hálfleiknum og bjargaði okkur þá nokkrum sinnum. Sigurinn var mjög sanngjarn og kærkominn,“ sagði Margrét Lára. Þetta var lokaleikur liðsins á árinu en átta af tíu leikjum liðsins í riðlinum fara fram á árinu 2014. „Við fáum góða æfingaleiki á Algarve í mars. Við erum lið á uppleið og munum bara vaxa. Þessi sigur gefur okkur aukið sjálfstraust og gefur okkur von um að halda draumnum á lífi að komast á HM. Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur,“ segir Margrét. Sviss vann 1-0 sigur á Danmörku í gær og er með fullt hús (9 stig) og sex stiga forskot á næstu lið í riðlinum. „Auðvitað stefnum við alltaf á fyrsta sætið í riðlinum en eins og staðan er í dag þá er raunhæfara fyrir okkur að setja stefnuna á að ná öðru sætinu. Danmörk verður okkar helsti andstæðingur í framhaldinu eins og þetta lítur út í dag,“ segir Margrét Lára. Margrét Lára hefur verið í leiðtogahlutverki hjá landsliðinu í mörg ár en bar nú fyrirliðabandið í fyrsta sinn. „Ég fann það alveg að þetta gaf mér svolítið extra. Ég er búin að vera í þessu liði í ellefu ár og hafa sama hlutverkið nær allan tímann. Það er gaman fyrir mig að fá nýja áskorun og nýtt og stærra verkefni. Þetta er mikill heiður og vonandi á þetta bara eftir að þroska mig enn frekar sem leikmann,“ sagði Margrét Lára. En var hún búin að bíða eftir fyrirliðabandinu? „Katrín er búin að vera fyrirliði þessa liðs og hefur sinnt því alveg einstaklega vel. Það er gríðarlegur heiður að fá að leiða besta lið Íslands í knattspyrnu út á völlinn. Það er einstakt og vonandi get ég sinnt því hlutverki vel,“ sagði Margrét Lára sem var að leika sinn 94. landsleik í Belgrad í gær. Íslenska liðið hefur aldrei náð betri árangri en á árinu 2013 þegar liðið varð meðal átta bestu liðanna á Evrópumótinu í Svíþjóð. „Þetta er búið að vera frábært ár. Við komust í átta liða úrslit á EM og svo erum við á lífi í undankeppni HM. Við erum lið á uppleið og hlökkum til næsta árs. Það er frábært að ná að vinna þennan mikilvæga lokaleik á árinu og það gefur okkur aukinn kraft fyrir framhaldið,“ sagði Margrét Lára að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Körfubolti Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Júlíus: Ógeðslega sætt Fótbolti Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Fótbolti Varð að hætta keppni í úrslitaleiknum Sport Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Fleiri fréttir Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Sjá meira
Freyr Alexandersson og stelpurnar hans í kvennalandsliðinu eru komnar á blað í 3. riðli undankeppni HM 2015 eftir 2-1 sigur í kaflaskiptum leik í Serbíu í gær. Íslenska liðið skoraði bæði mörkin sín í fyrri hálfleik en gaf síðan færi á sér í seinni hálfleik þegar serbneska liðið var meira með boltann. „Við áttum frábæran fyrri hálfleik og það er langt síðan liðið hefur spilað eins vel og í fyrri hálfleik. Við vorum mjög hreyfanlegar, sköpuðum fullt af flottum marktækifærum. og héldum boltanum mjög vel,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, eftir leikinn. Margrét Lára skoraði fyrra mark Íslands á 19. mínútu en það síðara skoraði Katrín Ómarsdóttir tveimur mínútum fyrir hálfleik. „Við beittum hápressu í fyrri hálfleiknum og það fór svolítið mikil orka í það. Við duttum niður í seinni hálfleiknum en við spiluðum mjög góða vörn allan leikinn og Þóra var frábær í markinu í seinni hálfleiknum og bjargaði okkur þá nokkrum sinnum. Sigurinn var mjög sanngjarn og kærkominn,“ sagði Margrét Lára. Þetta var lokaleikur liðsins á árinu en átta af tíu leikjum liðsins í riðlinum fara fram á árinu 2014. „Við fáum góða æfingaleiki á Algarve í mars. Við erum lið á uppleið og munum bara vaxa. Þessi sigur gefur okkur aukið sjálfstraust og gefur okkur von um að halda draumnum á lífi að komast á HM. Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur,“ segir Margrét. Sviss vann 1-0 sigur á Danmörku í gær og er með fullt hús (9 stig) og sex stiga forskot á næstu lið í riðlinum. „Auðvitað stefnum við alltaf á fyrsta sætið í riðlinum en eins og staðan er í dag þá er raunhæfara fyrir okkur að setja stefnuna á að ná öðru sætinu. Danmörk verður okkar helsti andstæðingur í framhaldinu eins og þetta lítur út í dag,“ segir Margrét Lára. Margrét Lára hefur verið í leiðtogahlutverki hjá landsliðinu í mörg ár en bar nú fyrirliðabandið í fyrsta sinn. „Ég fann það alveg að þetta gaf mér svolítið extra. Ég er búin að vera í þessu liði í ellefu ár og hafa sama hlutverkið nær allan tímann. Það er gaman fyrir mig að fá nýja áskorun og nýtt og stærra verkefni. Þetta er mikill heiður og vonandi á þetta bara eftir að þroska mig enn frekar sem leikmann,“ sagði Margrét Lára. En var hún búin að bíða eftir fyrirliðabandinu? „Katrín er búin að vera fyrirliði þessa liðs og hefur sinnt því alveg einstaklega vel. Það er gríðarlegur heiður að fá að leiða besta lið Íslands í knattspyrnu út á völlinn. Það er einstakt og vonandi get ég sinnt því hlutverki vel,“ sagði Margrét Lára sem var að leika sinn 94. landsleik í Belgrad í gær. Íslenska liðið hefur aldrei náð betri árangri en á árinu 2013 þegar liðið varð meðal átta bestu liðanna á Evrópumótinu í Svíþjóð. „Þetta er búið að vera frábært ár. Við komust í átta liða úrslit á EM og svo erum við á lífi í undankeppni HM. Við erum lið á uppleið og hlökkum til næsta árs. Það er frábært að ná að vinna þennan mikilvæga lokaleik á árinu og það gefur okkur aukinn kraft fyrir framhaldið,“ sagði Margrét Lára að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Körfubolti Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Júlíus: Ógeðslega sætt Fótbolti Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Fótbolti Varð að hætta keppni í úrslitaleiknum Sport Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Fleiri fréttir Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Sjá meira