Danska vefsíðan Kanalsport er með viðtal við Aron þar sem hann er meðal annars spurður út í það að þykja vera líkur bandaríska leikaranum Kevin Bacon.
„Ég hef heyrt þetta nokkrum sinnum en þetta snýst ekki bara um útliðið heldur einnig um danssporin. Á Íslandi var ég leikarastjarna og ég var líka mjög góður dansari þegar ég var ungur. Kannski finnst strákunum í liðinu ég danska eins vel og Kevin Bacon í Footloose," sagði Aron í viðtalinu við Kanalsport en undir því hljómaði smellurinn Footloose.

Það er hægt að sjá umfjöllun Kanalsport með því að smella hér.