Ronan Keating: Frábært partí í kvöld Jónas Margeir Ingólfsson skrifar 5. ágúst 2012 19:23 Ronan Keating á Reykjavíkurflugvelli í dag mynd/stöð 2 Írska poppstjarnan Ronan Keating mætti til Eyja síðdegis en hann segist hlakka til að spila þar í kvöld þrátt fyrir lítinn svefn. Við hittum á hann á Reykjavíkurflugvelli í dag. Ronan Keating er eflaust best þekktur fyrir að hafa verið í einni vinsælustu strákasveit allra tíma, Boyzone. Hann hefur sömuleiðis átt nokkuð farsælan feril utan sveitarinnar, en hann er nú staddur á Íslandi og mun spila á Þjóðhátíð í eyjum í kvöld. Hann kom til landsins í gær og kveðst hafa nýtt tímann vel. „Þetta hefur verið frábært. Ég kom hingað í gær og sólin skein. Ég skrapp í golf, sem var frábært, mjög gaman. Ég fór út í gærkvöldi og borðaði stórkostlega sjávarrétti. Við erum á leiðinni á þjóðhátíðina í Vestmannaeyjum. Ég hlakka til," segir Keating. Hann segist hins vegar ekki vera vanur birtunni á Íslandi. „Þegar ég fór í rúmið var býsna bjart og þegar ég fór á fætur var alveg bjart svo ég svaf illa. Ég svaf bara í svona fjóra tíma sem er frekar skelfilegt, en ég hafði verið varaður við þessu. En þetta var afar fallegur morgunn." Hann skilji raunar ekki hvað sá sem stýri ljósunum á sviðinu í dalnum eigi að gera í kvöld. „Ég veit ekki af hverju ég kom með ljósamanninn því ljósin munu ekki virka. En hann er hérna samt. Hann hefur ekki mikið að gera en þetta verður frábært. Ég hlakka til." Ronan er írskur og gladdist þegar hann frétti af hverju Vestmannaeyjar draga nafn sitt. „Ég veit að eyjarnar eru nefndar eftir nokkrum Írum, sem mér finnst mjög gott. Þetta voru írskir landnámsmenn sem sluppu frá víkingunum, held ég, og enduðu á þessum eyjum sem síðan voru kallaðar Vestmannaeyjar. Þetta er flott saga. Ég hafði heyrt af þessari hátíð og skipuleggjandinn sagðist búast við 15 þúsund manns í kvöld svo þetta verður stórt í sniðum," segir hann. Þrátt fyrir stutt stopp, segist hann vera ánægður að hafa fengið að koma til landsins. „Ég hef átt frábæran tíma fram að þessu og ég hlakka til tónleikanna. Það verður frábært partí í kvöld. Ég hlakka til." Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Írska poppstjarnan Ronan Keating mætti til Eyja síðdegis en hann segist hlakka til að spila þar í kvöld þrátt fyrir lítinn svefn. Við hittum á hann á Reykjavíkurflugvelli í dag. Ronan Keating er eflaust best þekktur fyrir að hafa verið í einni vinsælustu strákasveit allra tíma, Boyzone. Hann hefur sömuleiðis átt nokkuð farsælan feril utan sveitarinnar, en hann er nú staddur á Íslandi og mun spila á Þjóðhátíð í eyjum í kvöld. Hann kom til landsins í gær og kveðst hafa nýtt tímann vel. „Þetta hefur verið frábært. Ég kom hingað í gær og sólin skein. Ég skrapp í golf, sem var frábært, mjög gaman. Ég fór út í gærkvöldi og borðaði stórkostlega sjávarrétti. Við erum á leiðinni á þjóðhátíðina í Vestmannaeyjum. Ég hlakka til," segir Keating. Hann segist hins vegar ekki vera vanur birtunni á Íslandi. „Þegar ég fór í rúmið var býsna bjart og þegar ég fór á fætur var alveg bjart svo ég svaf illa. Ég svaf bara í svona fjóra tíma sem er frekar skelfilegt, en ég hafði verið varaður við þessu. En þetta var afar fallegur morgunn." Hann skilji raunar ekki hvað sá sem stýri ljósunum á sviðinu í dalnum eigi að gera í kvöld. „Ég veit ekki af hverju ég kom með ljósamanninn því ljósin munu ekki virka. En hann er hérna samt. Hann hefur ekki mikið að gera en þetta verður frábært. Ég hlakka til." Ronan er írskur og gladdist þegar hann frétti af hverju Vestmannaeyjar draga nafn sitt. „Ég veit að eyjarnar eru nefndar eftir nokkrum Írum, sem mér finnst mjög gott. Þetta voru írskir landnámsmenn sem sluppu frá víkingunum, held ég, og enduðu á þessum eyjum sem síðan voru kallaðar Vestmannaeyjar. Þetta er flott saga. Ég hafði heyrt af þessari hátíð og skipuleggjandinn sagðist búast við 15 þúsund manns í kvöld svo þetta verður stórt í sniðum," segir hann. Þrátt fyrir stutt stopp, segist hann vera ánægður að hafa fengið að koma til landsins. „Ég hef átt frábæran tíma fram að þessu og ég hlakka til tónleikanna. Það verður frábært partí í kvöld. Ég hlakka til."
Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira