Unnu saman 15 tíma á dag fyrir Milestone samhliða vinnu hjá saksóknara Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. maí 2012 12:21 Embætti sértaks saksóknara kærði mennina tvo til ríkissaksóknara fyrir þagnarskyldubrot, en um er að ræða brot á 136. gr. hgl. og skyldu ákvæði í lögreglulögum. Lögreglumennirnir tveir sem sérstakur saksóknari kærði til ríkissaksóknara fyrir þagnarskyldubrot unnu í sjö vikur að meðaltali 15 klukkustundir á dag fyrir þrotabú Milestone síðastliðið haust á meðan þeir voru í fullu starfi fyrir sérstakan saksóknara. Samkvæmt tímaskýrslum fyrirtækisins Pars Per Pars, sem fréttastofan hefur undir höndum, unnu þeir Jón Óttar Ólafsson og Guðmundur Haukur Gunnarsson alls 831 tíma á tímabilinu 24. september - 17. nóvember 2011 fyrir þrotabú Milestone á meðan þeir voru í fullu starfi hjá embætti sérstaks saksóknara. Þetta eru 831 vinnustund á 54 dögum. Á tímabilinu eru helgar líka og þetta eru að meðaltali rúmlega 15 klukkustundir á dag. Mennirnir eru tveir og hafi þeir skipt vinnunni jafnt á milli sín er þetta 7 og hálf vinnustund á dag. Þess skal getað að meðal vinnudagur er á bilinu 8 til 9 stundir. Þetta vekur upp spurningar um hvort mennirnir hafi á vinnutíma hjá sérstökum saksóknara verið að vinna samtímis fyrir þrotabúið. Jafnvel þótt þungi vinnunnar hafi birst um helgar er ljóst að þeir unnu mikið fyrir þrotabúið á virkum dögum, en ekki liggur fyrir hvort það var utan vinnutíma. Mennirnir hafa þurft að vinna mjög mikið á kvöldin, miðað við þennan fjölda vinnustunda. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, gat ekki svarað því hvort grunsemdir væru um að mennirnir hafi á vinnutíma unnið fyrir þrotabúið. Hann sagði að eftir að mennirnir hefðu verið kærðir vegna brots á þagnarskyldu væri málið hjá ríkissaksóknara. Embættið gæti ekki tjáð sig um málsatvik sem væru undir í rannsókninni. „Við þurfum að bera fyrir okkur í þess að þetta sé í rannsókn hjá ríkissaksóknara. Við getum ekki tjáð okkur um málsatvik sem eru í rannsókn hjá ríkissaksóknara. Þeir voru ekki í skertu vinnuhlutfalli hér. Það hefur marg oft komið fram að þeir voru í fullu starfi hér," segir Ólafur Þór. Fréttastofan hefur marg ítrekað reynt að fá viðtöl við mennina en þeir hafa ekki svarað símtölum. Annar mannanna, Jón Óttar Ólafsson, neitar því í samtali við Morgunblaðið að hafa unnið fyrir þrotabúið á vinnutíma hjá sérstökum saksóknara. Tengdar fréttir Lögreglumenn fóru að selja trúnaðarupplýsingar haustið 2011 Lögreglumennirnir tveir sem sérstakur saksóknari hefur kært til ríkissaksóknara vegna brots á þagnarskyldu hófu að selja skiptastjóra Milestone trúnaðarupplýsingar í lok september 2011, löngu áður en þeir hættu hjá embættinu. Þeir héldu áfram að yfirheyra sakborninga og starfa hjá embættinu sem verktakar. 25. maí 2012 18:30 Unnu skýrslu um gjaldþol Milestone - sinna rekstri á sviði rannsókna Lögreglumennirnir tveir sem hafa verið kærðir til ríkissaksóknara, Guðmundur Haukur Gunnarsson lögfræðingur og Jón Óttar Ólafsson, doktor í afbrotafræðum, reka fyrirtækið Pars Per Pars, sem sérhæfir sig í ýmis konar rannsóknum og vinnu fyrir þrotabú fjármálafyrirtækja og fjárfestingafélaga, auk annarra rannsóknarverkefna. Jón Óttar hefur m.a. sinnt stundakennslu við Háskóla Íslands á sínu fagsviði. 24. maí 2012 12:00 Lögreglumennirnir höfðu frumkvæði að því að veita þjónustu gegn greiðslu Lögreglumenn sem unnu fyrir þrotabú Milestone samhliða störfum sínum hjá lögreglunni höfðu sjálfir frumkvæði að því að veita þrotabúinu þjónustu gegn greiðslu. Hátt verð sem mennirnir rukkuðu kom skiptastjóra Milestone í opna skjöldu. Mennirnir líta svo á að þeir hafi aðeins unnið með gögn sem þegar tilheyrðu þrotabúinu. 27. maí 2012 18:59 Ákæra vegna brots á þagnarskyldu opinberra starfsmanna fordæmalaus Aldrei í réttarsögunni hefur verið ákært fyrir brot á þagnarskyldu opinberra starfsmanna, að sögn ríkissaksóknara. Lögreglumennirnir tveir sem seldu þrotabúi trúnaðarupplýsingar sem þeir öfluðu í starfi sínu yrðu þeir fyrstu, ef þeir verða ákærðir. 26. maí 2012 12:45 Mest lesið Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu Sjá meira
Lögreglumennirnir tveir sem sérstakur saksóknari kærði til ríkissaksóknara fyrir þagnarskyldubrot unnu í sjö vikur að meðaltali 15 klukkustundir á dag fyrir þrotabú Milestone síðastliðið haust á meðan þeir voru í fullu starfi fyrir sérstakan saksóknara. Samkvæmt tímaskýrslum fyrirtækisins Pars Per Pars, sem fréttastofan hefur undir höndum, unnu þeir Jón Óttar Ólafsson og Guðmundur Haukur Gunnarsson alls 831 tíma á tímabilinu 24. september - 17. nóvember 2011 fyrir þrotabú Milestone á meðan þeir voru í fullu starfi hjá embætti sérstaks saksóknara. Þetta eru 831 vinnustund á 54 dögum. Á tímabilinu eru helgar líka og þetta eru að meðaltali rúmlega 15 klukkustundir á dag. Mennirnir eru tveir og hafi þeir skipt vinnunni jafnt á milli sín er þetta 7 og hálf vinnustund á dag. Þess skal getað að meðal vinnudagur er á bilinu 8 til 9 stundir. Þetta vekur upp spurningar um hvort mennirnir hafi á vinnutíma hjá sérstökum saksóknara verið að vinna samtímis fyrir þrotabúið. Jafnvel þótt þungi vinnunnar hafi birst um helgar er ljóst að þeir unnu mikið fyrir þrotabúið á virkum dögum, en ekki liggur fyrir hvort það var utan vinnutíma. Mennirnir hafa þurft að vinna mjög mikið á kvöldin, miðað við þennan fjölda vinnustunda. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, gat ekki svarað því hvort grunsemdir væru um að mennirnir hafi á vinnutíma unnið fyrir þrotabúið. Hann sagði að eftir að mennirnir hefðu verið kærðir vegna brots á þagnarskyldu væri málið hjá ríkissaksóknara. Embættið gæti ekki tjáð sig um málsatvik sem væru undir í rannsókninni. „Við þurfum að bera fyrir okkur í þess að þetta sé í rannsókn hjá ríkissaksóknara. Við getum ekki tjáð okkur um málsatvik sem eru í rannsókn hjá ríkissaksóknara. Þeir voru ekki í skertu vinnuhlutfalli hér. Það hefur marg oft komið fram að þeir voru í fullu starfi hér," segir Ólafur Þór. Fréttastofan hefur marg ítrekað reynt að fá viðtöl við mennina en þeir hafa ekki svarað símtölum. Annar mannanna, Jón Óttar Ólafsson, neitar því í samtali við Morgunblaðið að hafa unnið fyrir þrotabúið á vinnutíma hjá sérstökum saksóknara.
Tengdar fréttir Lögreglumenn fóru að selja trúnaðarupplýsingar haustið 2011 Lögreglumennirnir tveir sem sérstakur saksóknari hefur kært til ríkissaksóknara vegna brots á þagnarskyldu hófu að selja skiptastjóra Milestone trúnaðarupplýsingar í lok september 2011, löngu áður en þeir hættu hjá embættinu. Þeir héldu áfram að yfirheyra sakborninga og starfa hjá embættinu sem verktakar. 25. maí 2012 18:30 Unnu skýrslu um gjaldþol Milestone - sinna rekstri á sviði rannsókna Lögreglumennirnir tveir sem hafa verið kærðir til ríkissaksóknara, Guðmundur Haukur Gunnarsson lögfræðingur og Jón Óttar Ólafsson, doktor í afbrotafræðum, reka fyrirtækið Pars Per Pars, sem sérhæfir sig í ýmis konar rannsóknum og vinnu fyrir þrotabú fjármálafyrirtækja og fjárfestingafélaga, auk annarra rannsóknarverkefna. Jón Óttar hefur m.a. sinnt stundakennslu við Háskóla Íslands á sínu fagsviði. 24. maí 2012 12:00 Lögreglumennirnir höfðu frumkvæði að því að veita þjónustu gegn greiðslu Lögreglumenn sem unnu fyrir þrotabú Milestone samhliða störfum sínum hjá lögreglunni höfðu sjálfir frumkvæði að því að veita þrotabúinu þjónustu gegn greiðslu. Hátt verð sem mennirnir rukkuðu kom skiptastjóra Milestone í opna skjöldu. Mennirnir líta svo á að þeir hafi aðeins unnið með gögn sem þegar tilheyrðu þrotabúinu. 27. maí 2012 18:59 Ákæra vegna brots á þagnarskyldu opinberra starfsmanna fordæmalaus Aldrei í réttarsögunni hefur verið ákært fyrir brot á þagnarskyldu opinberra starfsmanna, að sögn ríkissaksóknara. Lögreglumennirnir tveir sem seldu þrotabúi trúnaðarupplýsingar sem þeir öfluðu í starfi sínu yrðu þeir fyrstu, ef þeir verða ákærðir. 26. maí 2012 12:45 Mest lesið Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu Sjá meira
Lögreglumenn fóru að selja trúnaðarupplýsingar haustið 2011 Lögreglumennirnir tveir sem sérstakur saksóknari hefur kært til ríkissaksóknara vegna brots á þagnarskyldu hófu að selja skiptastjóra Milestone trúnaðarupplýsingar í lok september 2011, löngu áður en þeir hættu hjá embættinu. Þeir héldu áfram að yfirheyra sakborninga og starfa hjá embættinu sem verktakar. 25. maí 2012 18:30
Unnu skýrslu um gjaldþol Milestone - sinna rekstri á sviði rannsókna Lögreglumennirnir tveir sem hafa verið kærðir til ríkissaksóknara, Guðmundur Haukur Gunnarsson lögfræðingur og Jón Óttar Ólafsson, doktor í afbrotafræðum, reka fyrirtækið Pars Per Pars, sem sérhæfir sig í ýmis konar rannsóknum og vinnu fyrir þrotabú fjármálafyrirtækja og fjárfestingafélaga, auk annarra rannsóknarverkefna. Jón Óttar hefur m.a. sinnt stundakennslu við Háskóla Íslands á sínu fagsviði. 24. maí 2012 12:00
Lögreglumennirnir höfðu frumkvæði að því að veita þjónustu gegn greiðslu Lögreglumenn sem unnu fyrir þrotabú Milestone samhliða störfum sínum hjá lögreglunni höfðu sjálfir frumkvæði að því að veita þrotabúinu þjónustu gegn greiðslu. Hátt verð sem mennirnir rukkuðu kom skiptastjóra Milestone í opna skjöldu. Mennirnir líta svo á að þeir hafi aðeins unnið með gögn sem þegar tilheyrðu þrotabúinu. 27. maí 2012 18:59
Ákæra vegna brots á þagnarskyldu opinberra starfsmanna fordæmalaus Aldrei í réttarsögunni hefur verið ákært fyrir brot á þagnarskyldu opinberra starfsmanna, að sögn ríkissaksóknara. Lögreglumennirnir tveir sem seldu þrotabúi trúnaðarupplýsingar sem þeir öfluðu í starfi sínu yrðu þeir fyrstu, ef þeir verða ákærðir. 26. maí 2012 12:45
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent