Lögreglumenn fóru að selja trúnaðarupplýsingar haustið 2011 Þorbjörn Þórðarson skrifar 25. maí 2012 18:30 Lögreglumennirnir tveir sem sérstakur saksóknari hefur kært til ríkissaksóknara vegna brots á þagnarskyldu hófu að selja skiptastjóra Milestone trúnaðarupplýsingar í lok september 2011, löngu áður en þeir hættu hjá embættinu. Þeir héldu áfram að yfirheyra sakborninga og starfa hjá embættinu sem verktakar. Þó þeir Guðmundur Haukur Gunnarsson og Jón Óttar Ólafsson, eigendur Pars Per Pars, hafi formlega látið af störfum um síðustu áramót, eins og sérstakur saksóknari sagði í yfirlýsingu, þá héldu þeir áfram að vinna hjá embættinu sem verktakar eftir að þeir stofnuðu Pars Per Pars. Þeir mættu til dæmis við þingfestingu í svokölluðu Svartháfsmáli í janúar síðastliðnum og sátu þá sitt hvorum megin við saksóknarann Hólmstein Gauta Sigurðsson. Þá tóku þeir þátt í skýrslutökum sem verktakar. Fyrirtæki þeirra seldi þrotabúi Milestone skýrslu sem þeir sömdu á grundvelli upplýsinga sem þeir öfluðu meðan þeir voru enn starfsmenn sérstaks saksóknara, en þegar málið komst upp var það kært til ríkissaksóknara. Ráðningarsamningur Pars Per Pars við þrotabú Milestone, sem fréttastofan hefur séð, er dagsettur 27. september 2011. Löngu áður en þeir létu af störfum hjá sérstökum saksóknara. Ólafur Þór Hauksson segir að embættið hafi ekki haft vitneskju um þetta fyrr en löngu síðar. Skýrslan sem þeir félagar hjá PPP skrifuðu meðan þeir voru enn lögreglumenn hjá sérstökum saksóknara er 17 blaðsíður að lengd og greiddi skiptastjóri Milestone 30 milljónir króna fyrir hana. Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Ingunnar Wernersdóttur, fyrrverandi hluthafa í Milestone segir að salan á skýrslunni sé hegningarlagabrot. „Lögreglan er bundin þagnarskyldu og þegar lögreglan tekur gögn, sem hún fær í störfum sínum, vinnur úr þeim og selur þá hefur hún gerst brotleg við hegningarlög. Það er mjög alvarlegt brot og þetta er miklu miklu alvarlegra brot en sérstakur saksóknari lætur í veðri vaka. Þetta er ekki bara brot á trúnaðarskyldu, heldur er þetta hegningarlagabrot," segir Sigurður. Sigurður er þar að vísa til 136.gr. hegningarlaga, varðandi þagnarskyldu opinberra starfsmanna. En Ólafur Þór Hauksson vill ekki tjá sig um efni kærunnar. Hefur verið talað um brot á lögreglulögum í þessu samhengi, en um er að ræða sérlög áðurnefndu ákvæði til fyllingar. Ingunni Wernersdóttur, systur þeirra Karls og Steingríms, var stefnt af þrotabúi Milestone til að endurgreiða meint ólögmætt hluthafalán upp á tvo og hálfan milljarð króna sem hún á að hafa fengið áður en Milestone fór í þrot, en hún seldi sinn hlut töluvert fyrir hrunið og voru hin meintu ólögmætu viðskipti gerð í tengslum við það. Sjálf hefur Ingunn sagst hafa verið í góðri trú. Skýrslan umdeilda frá Pars Per Pars var meðal gagna máls þrotabúsins á hendur Ingunni. Þetta finnst Sigurði afar gagnrýnivert, en hann segir óforsvaranlegt að trúnaðargögn lögreglu séu seld einkaaðilum. „Það á enginn að hafa aðgang að neinum gögnum sem varða rannsókn opinberra mála heldur en þeir sem eru í starfi hjá lögreglunni," segir Sigurður G. Guðjónsson. Ekki hefur náðst í þá Guðmund Hauk og Jón Óttar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. thorbjorn@stod2.is Tengdar fréttir Lögreglumennirnir mættu í dómsal í máli Lárusar og Guðmundar Tveir fyrrum lögreglumenn sem störfuðu fyrir embætti sérstaks saksóknara hafa verið kærðir til ríkissaksóknara fyrir brot á þagnarskyldu í starfi. Þeim er gefið að sök að hafa selt upplýsingar úr rannsókn embættisins til þriðja aðila. 24. maí 2012 09:15 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Fleiri fréttir Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Sjá meira
Lögreglumennirnir tveir sem sérstakur saksóknari hefur kært til ríkissaksóknara vegna brots á þagnarskyldu hófu að selja skiptastjóra Milestone trúnaðarupplýsingar í lok september 2011, löngu áður en þeir hættu hjá embættinu. Þeir héldu áfram að yfirheyra sakborninga og starfa hjá embættinu sem verktakar. Þó þeir Guðmundur Haukur Gunnarsson og Jón Óttar Ólafsson, eigendur Pars Per Pars, hafi formlega látið af störfum um síðustu áramót, eins og sérstakur saksóknari sagði í yfirlýsingu, þá héldu þeir áfram að vinna hjá embættinu sem verktakar eftir að þeir stofnuðu Pars Per Pars. Þeir mættu til dæmis við þingfestingu í svokölluðu Svartháfsmáli í janúar síðastliðnum og sátu þá sitt hvorum megin við saksóknarann Hólmstein Gauta Sigurðsson. Þá tóku þeir þátt í skýrslutökum sem verktakar. Fyrirtæki þeirra seldi þrotabúi Milestone skýrslu sem þeir sömdu á grundvelli upplýsinga sem þeir öfluðu meðan þeir voru enn starfsmenn sérstaks saksóknara, en þegar málið komst upp var það kært til ríkissaksóknara. Ráðningarsamningur Pars Per Pars við þrotabú Milestone, sem fréttastofan hefur séð, er dagsettur 27. september 2011. Löngu áður en þeir létu af störfum hjá sérstökum saksóknara. Ólafur Þór Hauksson segir að embættið hafi ekki haft vitneskju um þetta fyrr en löngu síðar. Skýrslan sem þeir félagar hjá PPP skrifuðu meðan þeir voru enn lögreglumenn hjá sérstökum saksóknara er 17 blaðsíður að lengd og greiddi skiptastjóri Milestone 30 milljónir króna fyrir hana. Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Ingunnar Wernersdóttur, fyrrverandi hluthafa í Milestone segir að salan á skýrslunni sé hegningarlagabrot. „Lögreglan er bundin þagnarskyldu og þegar lögreglan tekur gögn, sem hún fær í störfum sínum, vinnur úr þeim og selur þá hefur hún gerst brotleg við hegningarlög. Það er mjög alvarlegt brot og þetta er miklu miklu alvarlegra brot en sérstakur saksóknari lætur í veðri vaka. Þetta er ekki bara brot á trúnaðarskyldu, heldur er þetta hegningarlagabrot," segir Sigurður. Sigurður er þar að vísa til 136.gr. hegningarlaga, varðandi þagnarskyldu opinberra starfsmanna. En Ólafur Þór Hauksson vill ekki tjá sig um efni kærunnar. Hefur verið talað um brot á lögreglulögum í þessu samhengi, en um er að ræða sérlög áðurnefndu ákvæði til fyllingar. Ingunni Wernersdóttur, systur þeirra Karls og Steingríms, var stefnt af þrotabúi Milestone til að endurgreiða meint ólögmætt hluthafalán upp á tvo og hálfan milljarð króna sem hún á að hafa fengið áður en Milestone fór í þrot, en hún seldi sinn hlut töluvert fyrir hrunið og voru hin meintu ólögmætu viðskipti gerð í tengslum við það. Sjálf hefur Ingunn sagst hafa verið í góðri trú. Skýrslan umdeilda frá Pars Per Pars var meðal gagna máls þrotabúsins á hendur Ingunni. Þetta finnst Sigurði afar gagnrýnivert, en hann segir óforsvaranlegt að trúnaðargögn lögreglu séu seld einkaaðilum. „Það á enginn að hafa aðgang að neinum gögnum sem varða rannsókn opinberra mála heldur en þeir sem eru í starfi hjá lögreglunni," segir Sigurður G. Guðjónsson. Ekki hefur náðst í þá Guðmund Hauk og Jón Óttar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. thorbjorn@stod2.is
Tengdar fréttir Lögreglumennirnir mættu í dómsal í máli Lárusar og Guðmundar Tveir fyrrum lögreglumenn sem störfuðu fyrir embætti sérstaks saksóknara hafa verið kærðir til ríkissaksóknara fyrir brot á þagnarskyldu í starfi. Þeim er gefið að sök að hafa selt upplýsingar úr rannsókn embættisins til þriðja aðila. 24. maí 2012 09:15 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Fleiri fréttir Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Sjá meira
Lögreglumennirnir mættu í dómsal í máli Lárusar og Guðmundar Tveir fyrrum lögreglumenn sem störfuðu fyrir embætti sérstaks saksóknara hafa verið kærðir til ríkissaksóknara fyrir brot á þagnarskyldu í starfi. Þeim er gefið að sök að hafa selt upplýsingar úr rannsókn embættisins til þriðja aðila. 24. maí 2012 09:15