Unnu skýrslu um gjaldþol Milestone - sinna rekstri á sviði rannsókna Magnús Halldórsson skrifar 24. maí 2012 12:00 Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, sendi frá sér tilkynningu í gær vegna kæru embættisins til ríkissaksóknara. Hann sagðist í viðtali við Stöð 2, vonast til þess að málið hefði lítil sem engin áhrif í þá veru að skaða rannsóknir sem væru í gangi hjá embættinu. Lögreglumennirnir tveir sem hafa verið kærðir til ríkissaksóknara, Guðmundur Haukur Gunnarsson lögfræðingur og Jón Óttar Ólafsson, doktor í afbrotafræðum, reka fyrirtækið Pars Per Pars, sem sérhæfir sig í ýmis konar rannsóknum og vinnu fyrir þrotabú fjármálafyrirtækja og fjárfestingafélaga, auk annarra rannsóknarverkefna. Jón Óttar hefur m.a. sinnt stundakennslu við Háskóla Íslands á sínu fagsviði. Kæra sérstaks saksóknara byggir á því að þeir hafi nýtt sér upplýsingar, meðan þeir voru starfsmenn embættisins, í vinnu fyrir þrotabú Milestone, en líkt og fram komu í fréttum Stöðvar 2 í gær, þá fengu þeir um 30 milljónir króna frá þrotabúinu fyrir ráðgjöf og skýrslugerð um gjaldþol Milestone 2007 til 2008, þ.e. nokkru fyrir fall félagsins. Gögnin hafa m.a. verið lögð fram í málum fyrir dómi sem þrotabúið hefur höfðað, þar á meðal riftunarmálum vegna gjörninga í rekstri Milestone skömmu fyrir fall félagsins. Þrátt fyrir að þeir hafi látið formlega af embætti um síðustu áramót héldu þeir áfram störfum fyrir saksóknara við yfirheyrslur sem verktakar, fram í febrúarmánuð á þessu ári, líkt og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær. Í janúar á þessu ári leitaði þrotabú Milestone til fyrirtækisins lögreglumannanna með það fyrir augum, að svara þremur rannsóknarspurningum með skýrslu, en fréttastofa hefur hana undir höndum. Þessar spurningar voru, í fyrsta lagi með hvað hætti Milestone hefði greitt skuldir félags sem voru gjalddaga frá miðju ári 2007 og fram að falli þess eftir hrun, í öðru lagi hvort það væru vísbendingar um lögbrot í tengslum við þetta, og í þriðja lagi hvort það væru einhverjar vísbendingar um að starfsmenn, stjórnendur eða eigendur Milestone hefðu talið félagið ógjaldfært frá miðju ári 2007 og fram að gjaldþroti félagsins. Nánar verður fjallað um málið á Vísi og í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Lögreglumennirnir tveir sem hafa verið kærðir til ríkissaksóknara, Guðmundur Haukur Gunnarsson lögfræðingur og Jón Óttar Ólafsson, doktor í afbrotafræðum, reka fyrirtækið Pars Per Pars, sem sérhæfir sig í ýmis konar rannsóknum og vinnu fyrir þrotabú fjármálafyrirtækja og fjárfestingafélaga, auk annarra rannsóknarverkefna. Jón Óttar hefur m.a. sinnt stundakennslu við Háskóla Íslands á sínu fagsviði. Kæra sérstaks saksóknara byggir á því að þeir hafi nýtt sér upplýsingar, meðan þeir voru starfsmenn embættisins, í vinnu fyrir þrotabú Milestone, en líkt og fram komu í fréttum Stöðvar 2 í gær, þá fengu þeir um 30 milljónir króna frá þrotabúinu fyrir ráðgjöf og skýrslugerð um gjaldþol Milestone 2007 til 2008, þ.e. nokkru fyrir fall félagsins. Gögnin hafa m.a. verið lögð fram í málum fyrir dómi sem þrotabúið hefur höfðað, þar á meðal riftunarmálum vegna gjörninga í rekstri Milestone skömmu fyrir fall félagsins. Þrátt fyrir að þeir hafi látið formlega af embætti um síðustu áramót héldu þeir áfram störfum fyrir saksóknara við yfirheyrslur sem verktakar, fram í febrúarmánuð á þessu ári, líkt og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær. Í janúar á þessu ári leitaði þrotabú Milestone til fyrirtækisins lögreglumannanna með það fyrir augum, að svara þremur rannsóknarspurningum með skýrslu, en fréttastofa hefur hana undir höndum. Þessar spurningar voru, í fyrsta lagi með hvað hætti Milestone hefði greitt skuldir félags sem voru gjalddaga frá miðju ári 2007 og fram að falli þess eftir hrun, í öðru lagi hvort það væru vísbendingar um lögbrot í tengslum við þetta, og í þriðja lagi hvort það væru einhverjar vísbendingar um að starfsmenn, stjórnendur eða eigendur Milestone hefðu talið félagið ógjaldfært frá miðju ári 2007 og fram að gjaldþroti félagsins. Nánar verður fjallað um málið á Vísi og í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira