Lars Lagerbäck: Urðum of bjartsýnir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. október 2012 07:00 Alfreð Finnbogason og Gylfi Þór Sigurðsson fagna marki Alfreðs sem innsiglaði sigurinn á Noregi. Mynd/Vilhelm Íslenska karlalandsliðið vann frábæran sigur í Albaníu á föstudagskvöldið og strákarnir eru mættir til landsins þar sem þeir taka á móti Sviss í toppslag riðilsins á morgun. Svissneska liðið tapaði sínum fyrstu stigum í 1-1 jafntefli við Norðmenn á föstudaginn en situr í toppsæti riðilsins stigi á undan Íslandi. „Við stefnum á sigur eins og alltaf. Sviss er með gott lið en eins og við höfum spilað þá eigum við góða möguleika á að sigra leikinn. Ef undirbúningurinn gengur upp og við förum með rétt hugarfar inn á völlinn þá eigum við góða möguleika," sagði Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska landsliðsins á blaðamannafundi í gær. Það hefur gengið illa að fylgja eftir sigurleikjum síðustu ár og gott dæmi um það er tap íslenska liðsins á Kýpur á dögunum nokkrum dögum eftir frábæran heimasigur á Norðmönnum. Það eru liðin níu ár síðan að íslenska liðið náði í stig í næsta leik á eftir sigurleik en það var þegar liðið náði markalausu jafntefli á móti Þjóðverjum á Laugardalsvellinum 6. september 2003, 17 dögum eftir að liðið vann Færeyjar í Þórshöfn. Lars Lagerbäck náði ekki að breyta þessu í fyrstu tilraun. „Ég veit ekki hvort við höfum fyllst of miklu sjálfstrausti eftir leikinn gegn Noregi. Ég held að við urðum of bjartsýnir frekar. Sóknarmennirnir vörðust of framarlega og það var of mikið bil á milli manna í varnarleiknum. Ef leikaðferðin var röng er það mín sök. Við verðum að læra betur á alþjóðlegan fótbolta og að leika tvo leiki á fáum dögum. Ísland hefur oft átt í vandræðum með að leika á útivelli og við náum vonandi að læra að leika eins á útivelli og við gerum á heimavelli," sagði Lagerbäck í gær. „Ég hef ekki trú á að við þurfum að gera breytingar á liðinu vegna þess að það er stutt á milli leikja. Allir leikmenn ættu að vera klárir og sérstaklega þar sem við gáfum þeim sem byrjuðu leikinn í Albaníu aukadag í að hlaða batteríin. Leikmennirnir eru flestir vanir að leika tvo leiki á viku," sagði Lars Lagerbäck en besta byrjun íslenska landsliðsins frá upphafi ýtir undir bjartsýni á gott gengi í riðlinum. „Ef við sleppum vel við leikbönn þá eigum við góða möguleika í þessum riðli. Við söknum leikmanns eins og Kolbeins Sigþórssonar sem er einn efnilegasti framherji Evrópu og ef við náum góðum úrslitum gegn Sviss þá eigum við góða möguleika í framhaldinu ef allir verða heilir og leikfærir. Ég er bjartsýnn og vona að við getum keppt um sæti á HM. Ég veit ekki hversu raunhæft það er en mitt markmið breytist ekkert. Við förum í alla leiki til að vinna," sagði Lars að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Fleiri fréttir Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið vann frábæran sigur í Albaníu á föstudagskvöldið og strákarnir eru mættir til landsins þar sem þeir taka á móti Sviss í toppslag riðilsins á morgun. Svissneska liðið tapaði sínum fyrstu stigum í 1-1 jafntefli við Norðmenn á föstudaginn en situr í toppsæti riðilsins stigi á undan Íslandi. „Við stefnum á sigur eins og alltaf. Sviss er með gott lið en eins og við höfum spilað þá eigum við góða möguleika á að sigra leikinn. Ef undirbúningurinn gengur upp og við förum með rétt hugarfar inn á völlinn þá eigum við góða möguleika," sagði Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska landsliðsins á blaðamannafundi í gær. Það hefur gengið illa að fylgja eftir sigurleikjum síðustu ár og gott dæmi um það er tap íslenska liðsins á Kýpur á dögunum nokkrum dögum eftir frábæran heimasigur á Norðmönnum. Það eru liðin níu ár síðan að íslenska liðið náði í stig í næsta leik á eftir sigurleik en það var þegar liðið náði markalausu jafntefli á móti Þjóðverjum á Laugardalsvellinum 6. september 2003, 17 dögum eftir að liðið vann Færeyjar í Þórshöfn. Lars Lagerbäck náði ekki að breyta þessu í fyrstu tilraun. „Ég veit ekki hvort við höfum fyllst of miklu sjálfstrausti eftir leikinn gegn Noregi. Ég held að við urðum of bjartsýnir frekar. Sóknarmennirnir vörðust of framarlega og það var of mikið bil á milli manna í varnarleiknum. Ef leikaðferðin var röng er það mín sök. Við verðum að læra betur á alþjóðlegan fótbolta og að leika tvo leiki á fáum dögum. Ísland hefur oft átt í vandræðum með að leika á útivelli og við náum vonandi að læra að leika eins á útivelli og við gerum á heimavelli," sagði Lagerbäck í gær. „Ég hef ekki trú á að við þurfum að gera breytingar á liðinu vegna þess að það er stutt á milli leikja. Allir leikmenn ættu að vera klárir og sérstaklega þar sem við gáfum þeim sem byrjuðu leikinn í Albaníu aukadag í að hlaða batteríin. Leikmennirnir eru flestir vanir að leika tvo leiki á viku," sagði Lars Lagerbäck en besta byrjun íslenska landsliðsins frá upphafi ýtir undir bjartsýni á gott gengi í riðlinum. „Ef við sleppum vel við leikbönn þá eigum við góða möguleika í þessum riðli. Við söknum leikmanns eins og Kolbeins Sigþórssonar sem er einn efnilegasti framherji Evrópu og ef við náum góðum úrslitum gegn Sviss þá eigum við góða möguleika í framhaldinu ef allir verða heilir og leikfærir. Ég er bjartsýnn og vona að við getum keppt um sæti á HM. Ég veit ekki hversu raunhæft það er en mitt markmið breytist ekkert. Við förum í alla leiki til að vinna," sagði Lars að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Fleiri fréttir Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Sjá meira