Fótbolti

Um sjö þúsund miðar seldir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Miðasala gengur vel á leik Íslands og Sviss í undankeppni HM 2014 en hann fer fram á Laugardalsvelli annað kvöld.

Að sögn Þóris Hákonarsonar, framkvæmdarstjóra KSÍ, tók miðasalan mikinn kipp eftir sigur Íslands á Albaníu á föstudagskvöldið.

Þó eru enn miðar óseldir og væntir hann þess að miðasalan verði opin á leikdegi.

Ísland vann 2-1 sigur á Albaníu ytra á föstudag og er með sex stig í öðru sæti riðilsins. Sviss er á toppnum með sjö stig en liðið gerði jafntefli við Noreg, 1-1, á föstudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×