Enski boltinn

Niðurlægingin gegn City það besta sem gat komið fyrir okkur

Rio Ferdinand, varnarmaður Man. Utd, er afar bjartsýnn á að hans lið geti varið Englandsmeistaratitilinn. Hann segir að 6-1 niðurlægingin gegn Man. City hafi verið mikilvæg áminning til liðsins.

Þó svo Man. Utd hafi hikstað talsvert í vetur er liðið samt við hlið Man. City og stefnir í harðan titilslag Manchesterliðanna.

"Hjá þessu félagi lifa menn ekki á fornri frægð. Hér snýst allt um að skapa meiri sögu. Það þekkja leikmenn félagsins," sagði Rio.

"Tapið stóra gegn Man. City var það besta sem gat komið fyrir okkur ef ég á að segja eins og er. Liðið er mun þéttara í dag en það var fyrir þann leik."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×