Enski boltinn

Ótrúlegt mark Tim Howard dugði ekki Everton | Cahill með sigurmarkið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Boltinn á leiðinni í markið eftir skot Tim Howard.
Boltinn á leiðinni í markið eftir skot Tim Howard. Mynd/Nordic Photos/Getty
Grétar Rafn Steinsson og félagar í Bolton unnu gríðarlega mikilvægan útisigur í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þegar þeir unnu Everton 2-1 á Goodison Park. Bolton var eitt á botninum fyrir leikinn en náði að fara upp um tvö sæti með þessum sigri.

Tim Howard, markvörður Everton, skoraði fyrsta mark leiksins með skoti út eigin vítateig en Bolton svaraði með tveimur mörkum á næstu fimmtán mínútum. Það var varnarmaðurinn Gary Cahill sem skoraði sigurmarkið en hann er væntanlega á förum frá Bolton áður en janúarglugginn lokast.

Tim Howard kom Everton í 1-0 á 63. mínútu með mögnuðu skoti úr eigin vítateig. Boltinn skoppaði fyrir fram vítateig Bolton og sveif síðan yfir markvörðinn Ádám Bogdán. Bogdán var í marki Bolton þar sem að Jussi Jaaskelainen er meiddur.

Bolton var fljótt að jafna en markið skoraði David N'Gog fjórum mínútum síðar eftir að hafa gert vel í teignum og Gary Cahill skoraði síðan sigurmarkið á 78. mínútu eftir að hafa fengið sendingu frá Chris Eagles en Everton mistókst þá að bægja hættunni frá eftir aukaspyrnu.

Leighton Baines var nálægt því að jafna leikinn í uppbótartíma þegar skot hans úr aukaspyrnu fór í slánna.



Staðan í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×