Innlent

Besta sumar frá upphafi á Hótel Flatey?

BBI skrifar
Hótel Flatey.
Hótel Flatey.
Sumarið í Hótel Flatey var væntanlega það besta frá upphafi. Þetta segir Sara Sesselja Friðriksdóttir starfsmaður hótelsins á vef Reykhólahrepps. Margvíslegir viðburðir hafa verið á hótelinu í allt sumar, nú síðast tróð hljómsveitin Spaðar þar upp um helgina.

Hótelið verður opið fram til 23. ágúst og næstu helgi heldur dagskráin áfram með léttklassískum tónleikum á föstudeginum og balli á laugardeginum með Jóeli Pálssyni, Davíð Þór, Sigríði Thorlacius og Guðmundi Óskari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×