Dómstólar misnota gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna BBI skrifar 13. ágúst 2012 15:43 Ragnar Aðalsteinsson og tímarit Úlfljóts saman á mynd Lögmaðurinn Ragnar Aðalsteinsson sakar íslenska dómstóla um að mistúlka og misnota heimild til að úrskurða sakborninga í gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Í nýjasta tölublaði Úlfljóts, tímarits laganema, skrifar hann grein ásamt lögfræðingnum Fanney Hrund Hilmarsdóttur þar sem íslensk dómaframkvæmd er m.a. borin saman við dómaframkvæmd Mannréttindadómstólsins. Í íslenskum rétti eru ýmiss konar heimildir til að úrskurða mann í gæsluvarðhald. Þær eru allar bundnar sérstökum skilyrðum, t.d. að sakborningur muni torvelda rannsókn máls eða muni reyna að komast úr landi. Ein heimildin er frábrugðin öðrum þar sem skilyrði fyrir beitingu hennar tengjast ekki rannsókn málsins, heldur á hún við ef brot er þess eðlis að varðhald telst „nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna". Hana má finna í 2. málsgrein 95. grein sakamálalaga. Til að beita henni þarf sterkari grun um afbrot en hinar heimildirnar áskilja og brotið þarf að vera alvarlegra. Ragnar telur dómstóla beita ákvæðinu allt of oft. Hann rekur tölulegar upplýsingar úr Hæstarétti en árið 2011 voru til að mynda 32% af öllum gæsluvarðhaldsúrskurðum byggð á þessari heimild. Fyrstu fimm mánuði ársins 2012 voru 45% gæsluvarðhaldsúrskurða Hæstaréttar byggðir á heimildinni. Ragnar telur að heimildina eigi aðeins að nota í algerum undantekningartilvikum og vísar um það í dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu. Ragnar telur að reglan eigi við þegar almannahagsmunir eru í raunverulegri hættu og gæsluvarðhald er eina leiðin til að vernda þá. Hann segir að Hæstiréttur velti sjaldnast fyrir sér hvað nákvæmlega felist í almannahagsmunum heldur noti regluna með einfaldri vísan til „eðlis máls" eða „grófleika brotsins". Ekki sé endilega litið til þess hvort almannahagsmunir séu í raunverulegri hættu. Ragnar veltir fyrir sér dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu. Þar segir hann aðeins byggt á sambærilegri heimild í algerum undantekningartilvikum þegar raunveruleg hætta er á röskun á almannafriði. Rétt er að taka fram að orðalag í Mannréttindasáttmálanum er ofurlítið frábrugðið íslenskum lögum en Ragnar virðist leggja það nokkurn veginn að jöfnu. Hann segir að íslensk dómaframkvæmd rími engan veginn við Mannréttindadómstólinn.Sératkvæði Jóns Steinars Ragnar tekur fram að örfáir íslenskir dómarar virðast hafa tekið eftir þessari óhóflegu notkun heimildar til að beita gæsluvarðhaldi vegna almannahagsmuna. Í sératkvæðum hefur hæstaréttardómarinn Jón Steinar Gunnlaugsson m.a. bent á misskilning dómstóla á hugtakinu almannahagsmunir. „Jón Steinar fetar með þessu þá braut sem Mannréttindadómstólinn hefur farið," segir Ragnar. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Lögmaðurinn Ragnar Aðalsteinsson sakar íslenska dómstóla um að mistúlka og misnota heimild til að úrskurða sakborninga í gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Í nýjasta tölublaði Úlfljóts, tímarits laganema, skrifar hann grein ásamt lögfræðingnum Fanney Hrund Hilmarsdóttur þar sem íslensk dómaframkvæmd er m.a. borin saman við dómaframkvæmd Mannréttindadómstólsins. Í íslenskum rétti eru ýmiss konar heimildir til að úrskurða mann í gæsluvarðhald. Þær eru allar bundnar sérstökum skilyrðum, t.d. að sakborningur muni torvelda rannsókn máls eða muni reyna að komast úr landi. Ein heimildin er frábrugðin öðrum þar sem skilyrði fyrir beitingu hennar tengjast ekki rannsókn málsins, heldur á hún við ef brot er þess eðlis að varðhald telst „nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna". Hana má finna í 2. málsgrein 95. grein sakamálalaga. Til að beita henni þarf sterkari grun um afbrot en hinar heimildirnar áskilja og brotið þarf að vera alvarlegra. Ragnar telur dómstóla beita ákvæðinu allt of oft. Hann rekur tölulegar upplýsingar úr Hæstarétti en árið 2011 voru til að mynda 32% af öllum gæsluvarðhaldsúrskurðum byggð á þessari heimild. Fyrstu fimm mánuði ársins 2012 voru 45% gæsluvarðhaldsúrskurða Hæstaréttar byggðir á heimildinni. Ragnar telur að heimildina eigi aðeins að nota í algerum undantekningartilvikum og vísar um það í dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu. Ragnar telur að reglan eigi við þegar almannahagsmunir eru í raunverulegri hættu og gæsluvarðhald er eina leiðin til að vernda þá. Hann segir að Hæstiréttur velti sjaldnast fyrir sér hvað nákvæmlega felist í almannahagsmunum heldur noti regluna með einfaldri vísan til „eðlis máls" eða „grófleika brotsins". Ekki sé endilega litið til þess hvort almannahagsmunir séu í raunverulegri hættu. Ragnar veltir fyrir sér dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu. Þar segir hann aðeins byggt á sambærilegri heimild í algerum undantekningartilvikum þegar raunveruleg hætta er á röskun á almannafriði. Rétt er að taka fram að orðalag í Mannréttindasáttmálanum er ofurlítið frábrugðið íslenskum lögum en Ragnar virðist leggja það nokkurn veginn að jöfnu. Hann segir að íslensk dómaframkvæmd rími engan veginn við Mannréttindadómstólinn.Sératkvæði Jóns Steinars Ragnar tekur fram að örfáir íslenskir dómarar virðast hafa tekið eftir þessari óhóflegu notkun heimildar til að beita gæsluvarðhaldi vegna almannahagsmuna. Í sératkvæðum hefur hæstaréttardómarinn Jón Steinar Gunnlaugsson m.a. bent á misskilning dómstóla á hugtakinu almannahagsmunir. „Jón Steinar fetar með þessu þá braut sem Mannréttindadómstólinn hefur farið," segir Ragnar.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira