Fótbolti

Zlatan: Ólýsanleg stund

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Zlatan fagnar með liðsfélögum sínum í gær.
Zlatan fagnar með liðsfélögum sínum í gær. Nordic Photos / Getty Images
„Persónulega var þetta ekki stærsta afrek sem ég hef unnið en þetta er líklega ein besta stund sem ég hef upplifað sem hluti af liði." Þannig lýsti Zlatan Ibrahimovic, leikmaður Svía, upplifun sinni af ótrúlegri endurkoma sænska landsliðsins gegn því þýska í gær.

Þjóðverjar komust 4-0 yfir gegn Svíum í leik liðanna í undankeppni HM 2014. Leikurinn fór fram í höfuðborginni Berlín en leikurinn snerist algerlega við í síðari hálfleik og Svíum tókst að jafna metin með fjórum mörkum á síðustu 30 mínútum leiksins.

„Ég veit ekki hvort það sé hægt að útskýra það sem gerðist," sagði Zlatan í viðtölum eftir leikinn í gær. „Það var allt annað lið sem kom til leiks í síðari hálfleik. Við bárum of mikla virðingu fyrir Þjóðverjum í fyrri hálfleik."

„Við skoruðum fyrsta markið og sjálfstraustið jókst. Svo komu hin mörkin, hvert á eftir öðru. Ég veit ekki hvernig ég á að lýsa því."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×