Fótbolti

Norðmenn í basli eftir að U-21 liðið komst á EM

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Egil Olsen, til hægri.
Egil Olsen, til hægri. Mynd/Anton
Kunnulegar aðstæður eru komnar upp í Noregi eftir að U-21 lið Norðmanna tryggði sér í gær sæti í úrslitakeppni EM 2013.

Þann 7. júní næstkomandi mætir A-landslið Noregs liði Albaníu í undankeppni HM 2014. Þessi lið eru með Íslandi í riðli í undankeppninni.

En EM U-21 liða hefst þann 5. júní og stendur yfir til 18. júní. Þó nokkrir leikmenn sem eru enn gjaldgengir í U-21 liðið spila reglulega með A-landsliðinu og því ljóst að erfitt verður fyrir þá að taka þátt í báðum verkefnum.

Svipaðar aðstæður komu upp hér á landi þegar að U-21 liðið fékk forganga á leikmenn fyrir umspilsleiki gegn Skotum um sæti á EM U-21 liða.

Meðal þeirra leikmanna A-liðsins sem eru enn gjaldgengir í U-21 liðið eru Markus Henriksen, Magnus Wolff Eikrem, Joshua King, Valon Berisha og Håvard Nordtveit.

„Það verður fínt fyrir þá að fá reynslu af því að spila á stórmóti. Við munu ræða framhaldið en það er ljóst að ég mun fara með mitt besta lið til Albaníu," sagði Egil Olsen, þjálfari A-liðs Noregs, eftir 3-1 sigur þess á Kýpur í gær.

Þessi lið eru komin á EM U-21: Ísrael (gestgjafi), England, Þýskaland, Ítalía, Holland, Noregur, Rússland og Spánn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×