Fótbolti

Jafntefli hjá Englendingum í Varsjá

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Pólland og England gerðu 1-1 jafntefli í Varsjá í dag í undankeppni HM 2014 en leiknum var frestað í gær vegna úrhellis í Póllandi sem sá til þess að völlurinn fór á flot.

Enska liðið var ekki alltof sannfærandi í þessum leik en liðið er enn ósigrað á toppi riðilsins með einu stigi meira en Svartfjallaland og þremur stigum meira en Pólverjar.

Wayne Rooney kom enska liðinu í 1-0 á 31. mínútu með skalla (eða öxlinni) eftir hornspyrnu frá Steven Gerrard og þannig var staðan í hálfleik.

Jermain Defoe fékk dauðafæri til að koma enska liðinu í 2-0 skömmu áður en Kamil Glik jafnaði metin á 71. mínútu. Glik nýtti sér þá mistök Joe Hart, markvarðar enska liðsins, sem fór í skógarhlaup í teignum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×