Enski boltinn

Lampard: Stoltur af því að spila fyrir England

Frank Lampard, leikmaður Chelsea, segist aldrei hafa íhugað að leggja landsliðsskóna á hilluna í sumar og er ánægður að hafa ákveðið að halda áfram með landsliðinu.

Lampard skoraði tvö mörk í fyrsta leik Englendinga í undankeppni HM gegn Moldavíu. England vann leikinn 5-0. Lampard er því búinn að skora 25 mörk í 92 landsleikjum.

"Ég er stoltur af landsliðsferli mínum. Enginn landsliðsferill er fullkominn ef menn fara nálægt 100 leikjum," sagði hinn 34 ára gamli Lampard sem hefur ekki alltaf verið í uppáhaldi hjá stuðningsmönnum enska liðsins.

"Eina sem hefur valdið vpnbrigðum er að við höfum ekki unnið neitt. Ég er líka feginn að hafa ekki hætt þó svo ég hafi fengið að heyra það. Ég er alltaf stoltur af því að spila fyrir þjóð mína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×