Fótbolti

Ævintýralegt þjóðsöngvaklúður í Andorra

Ákaflega neyðarleg uppákoma átti sér stað fyrir leik Andorra og Ungverja fyrir helgi. Þá tókst að klúðra þjóðsöngvum liðanna á ævintýralegan hátt.

Ungverski þjóðsöngurinn var ekki góður og engu líkara en reynt hefði verið að eyðileggja hann. Hann varð nefnilega fljótt falskur en lagaðist síðan.

Ekkert slíkt var upp á teningnum því þjóðsöngur Andorra var verri. Hann fór alltaf aftur á byrjunarreit eftir nokkrar sekúndur og var stórkostlegt að fylgjast með hneyksluðum leikmönnum liðsins.

Hægt er að sjá þessa uppákomu hér að ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×