Fótbolti

Alfreð kominn með níu mörk í níu leikjum | Frábær afgreiðsla

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Alfreð Finnbogason heldur áfram að skora mörk fyrir hollenska félagið Heerenveen. Hann skoraði sitt níunda mark í níu deildarleikjum þegar liðið lagði Zwolle að velli 2-1 í dag.

Alfreð kom heimamönnum á bragðið á 36. mínútu en liðin skoruðu hvort sitt markið í síðari hálfleiknum. Alfreð hefur nú skorað níu mörk í níu deildarleikjum frá því hann gekk til liðs við lærisveina Marco Van Basten í félagaskiptaglugganum.

Heerenveen er í 10. sæti deildarinnar með 13 stig. AZ Alkmaar, lið Jóhanns Bergs Guðmundssonar, situr í 12. sæti deildarinnar með tólf stig eftir 2-1 tap á heimavelli gegn Venlo. Jóhann Berg spilaði allan leikinn með AZ.


Tengdar fréttir

Guðlaugur Victor skoraði í sigri Nijmegen

Guðlaugur Victor Pálsson skoraði annað marka NEC Nijmegen sem vann 2-1 útisigur á Groningen í efstu deild hollensku knattspyrnunnar í dag. Þetta var fyrsta mark Guðlaugs Victors fyrir hollenska félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×