Fótbolti

Sonur Messi skráður í stuðningsmannafélag í Argentínu

Þó svo Lionel Messi hafi yfirgefið Newell's Old Boys aðeins þrettán ára gamall er hann enn í miklum metum hjá stuðningsmönnum félagsins.

Aðeins þrem dögum eftir fæðingu sonar hans, Thiago, opinberuðu stuðningsmenn argentínska félagsins að búið væri að skrá drenginn í stuðningsmannafélagið hjá Newell's.

Thiago Messi er meðlimur númer 2.881.152 og fékk hann sinn eigin fána í tilefni dagsins og var honum skartað á leik liðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×