Fótbolti

Rúnar eini nýliðinn í Andorra-hópnum

Rúnar Már í leik með Val í sumar.
Rúnar Már í leik með Val í sumar.
Svíinn Lars Lagerbäck tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir vináttuleik gegn Andorra ytra en leikurinn fer fram 14. þessa mánaðar.

Aðeins einn leikmaður í hópnum hefur ekki áður spilað landsleik en það er Valsarinn Rúnar Már Sigurjónsson.

Svo snúa aftur kunnugleg andlit eins og Hjálmar Jónsson, Hjörtur Logi Valgarðsson og Ólafur Ingi Skúlason.

Ísland hefur mætt Andorra fjórum sinnum og unnið alla leikina til þessa.

Hópurinn:

Markverðir:

Gunnleifur Gunnleifsson - Breiðablik

Hannes Þór Halldórsson - KR

Varnarmenn:

Indriði Sigurðsson - Viking

Birkir Már Sævarsson - Brann

Ragnar Sigurðsson - FCK

Hjálmar Jónsson - IFK Göteborg

Sölvi Geir Ottesen - FCK

Arnór Sveinn Aðalsteinsson - Hönefoss

Hjörtur Logi Valgarðsson - IFK Göteborg

Miðjumenn:

Aron Einar Gunnarsson - Cardiff City

Helgi Valur Daníelsson - AIK

Jóhann Berg Guðmundsson - AZ Alkmaar

Birkir Bjarnason - Pescara

Ólafur Ingi Skúlason - Zulte Waregem

Rúnar Már Sigurjónsson - Valur

Sóknarmenn:

Gylfi Þór Sigurðsson - Tottenham

Alfreð Finnbogason - Heerenveen

Matthías Vilhjálmsson - Start




Fleiri fréttir

Sjá meira


×