Fótbolti

Neymar gráti næst | Hylltur af andstæðingunum

Svo frábær var Brasilíumaðurinn Neymar með Santos um helgina að stuðningsmenn andstæðinganna í Cruzeiro stóðu upp og hylltu hann.

Neymar skoraði þrennu í 4-0 sigri. Stuðningsmenn Cruzeiro bauluðu á sína menn en stóðu svo upp og hylltu Neymar sem var djúpt snortinn eftir leik.

"Tilfinningarnar eru að bera mig ofurliði. Mig langar að gráta enda er ekki venjulegt að svona gerist. Það hefur í það minnsta aldrei gerst fyrir mig og ég er afar þakklátur," sagði auðmjúkur Neymar eftir leik.

Neymar er búinn að skora 12 mörk í deildinni ív etur og lið hans er í níunda sæti brasilísku úrvalsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×