Skorið niður til öryggismála á meðan sjálfboðaliðar tryggja öryggi ferðamanna Karen Kjartansdóttir skrifar 9. desember 2012 18:48 Álagið eykst stöðugt á sjálfboðaliða sem sinna öryggi ferðamanna hérlendis á sama tíma og stjórnvöld skera niður til öryggismála. Framkvæmdastjóri Landsbjargar segir skjóta skökku við að landið sé markaðsett fyrir ferðamenn allt árið miðað við núverandi ástand mála. Útköll og aðstoðarbeinir til björgunarsveita hefur aukist verulega undanfarin ár samhliða fjölgun ferðamanna. Á sama tíma hafa stjórnvöld þurft að skera niður framlög til Landhelgisgæslunnar, lögreglunnar og Vegagerðarinnar. Nýjar tölur frá Landsbjörg sýna að í ár bárust björgunarsveitunum tvöfalt fleiri útköll bárust í ár heldur en árin þar á undan. Aukning var á öllum svæðum. Árið 2010 var 101 útkall frá Fjallabaki en í ár voru það 288. Á Kili bárust 51 útkall árið 2010 en 80 í ár. Sama þróun hefur orðið á Sprengisandi og Norðan Vatnajökuls. Stefán Gunnarsson starfandi framkvæmdastjóri Landsbjargar segir að varasamt sé að halda áfram að auglýsa landið sem ferðamannaland sem geti tekið á móti fólki allt árið án þess að huga frekar að innviðunum. „Ég held að menn verði að skoða í framtíðinni að innviðir samfélagsins séu tilbúnir til að taka á móti þessari aukningu. Það eru alls konar ævintýraferðir og ferðamenn koma í auknum mæli á eigin vegum og taka bílaleigubíla. Við vitum það að margir vegir á landinu eru ekki ruddir alla daga allan ársins hring. En það vita ekki allir ferðamenn þannig þeir eru að lenda í alls kyns vandræðum og þá kemur til kasta sjálfboðaliðans. Við erum alltaf tilbúin að hjálpa og aðstoða," segir Gunnar Stefánsson, nýráðinn framkvæmdstjóri Landsbjargar. Hann segir stjórnvöld geti þó varla treyst á að öryggismál séu að stærstum hluta í höndum sjálfboðaliða og söfnunarátaka þeirra. Víða erlendis þarf fólk að greiða fyrir björgun og sum staðar þurfa ferðamenn að kaupa tryggingar ætli þeir að fara um erfið svæði eins og víða eru hér á landi. Gunnar segir að ekki standi til að björgunarmenn rukka fyrir aðstoðina hér og tryggingar hafi lítið verið ræddar. „Vegagerðin er að skera niður, sem er bara eðilegur hluti í dag, því er ekki allt rutt, það er búið að skera niður löggæsluna og Landhelgisgæsluna. Við erum alltaf að leita eftir fjármunum til þess að vera tilbúnir. Í ljósi þess að Ísland er auglýst sem flott og skemmtileg ferðamannaland þá þurfa menn að sjá til þess að innviðir séu í lagi og hægt sé að taka á móti ferðamönnum sem eru að koma hingað," segir Gunnar. Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Álagið eykst stöðugt á sjálfboðaliða sem sinna öryggi ferðamanna hérlendis á sama tíma og stjórnvöld skera niður til öryggismála. Framkvæmdastjóri Landsbjargar segir skjóta skökku við að landið sé markaðsett fyrir ferðamenn allt árið miðað við núverandi ástand mála. Útköll og aðstoðarbeinir til björgunarsveita hefur aukist verulega undanfarin ár samhliða fjölgun ferðamanna. Á sama tíma hafa stjórnvöld þurft að skera niður framlög til Landhelgisgæslunnar, lögreglunnar og Vegagerðarinnar. Nýjar tölur frá Landsbjörg sýna að í ár bárust björgunarsveitunum tvöfalt fleiri útköll bárust í ár heldur en árin þar á undan. Aukning var á öllum svæðum. Árið 2010 var 101 útkall frá Fjallabaki en í ár voru það 288. Á Kili bárust 51 útkall árið 2010 en 80 í ár. Sama þróun hefur orðið á Sprengisandi og Norðan Vatnajökuls. Stefán Gunnarsson starfandi framkvæmdastjóri Landsbjargar segir að varasamt sé að halda áfram að auglýsa landið sem ferðamannaland sem geti tekið á móti fólki allt árið án þess að huga frekar að innviðunum. „Ég held að menn verði að skoða í framtíðinni að innviðir samfélagsins séu tilbúnir til að taka á móti þessari aukningu. Það eru alls konar ævintýraferðir og ferðamenn koma í auknum mæli á eigin vegum og taka bílaleigubíla. Við vitum það að margir vegir á landinu eru ekki ruddir alla daga allan ársins hring. En það vita ekki allir ferðamenn þannig þeir eru að lenda í alls kyns vandræðum og þá kemur til kasta sjálfboðaliðans. Við erum alltaf tilbúin að hjálpa og aðstoða," segir Gunnar Stefánsson, nýráðinn framkvæmdstjóri Landsbjargar. Hann segir stjórnvöld geti þó varla treyst á að öryggismál séu að stærstum hluta í höndum sjálfboðaliða og söfnunarátaka þeirra. Víða erlendis þarf fólk að greiða fyrir björgun og sum staðar þurfa ferðamenn að kaupa tryggingar ætli þeir að fara um erfið svæði eins og víða eru hér á landi. Gunnar segir að ekki standi til að björgunarmenn rukka fyrir aðstoðina hér og tryggingar hafi lítið verið ræddar. „Vegagerðin er að skera niður, sem er bara eðilegur hluti í dag, því er ekki allt rutt, það er búið að skera niður löggæsluna og Landhelgisgæsluna. Við erum alltaf að leita eftir fjármunum til þess að vera tilbúnir. Í ljósi þess að Ísland er auglýst sem flott og skemmtileg ferðamannaland þá þurfa menn að sjá til þess að innviðir séu í lagi og hægt sé að taka á móti ferðamönnum sem eru að koma hingað," segir Gunnar.
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira