Myndlíkingin þótti ekki refsiverð aðdróttun BBI skrifar 19. september 2012 12:24 Teitur ásamt verjanda sínum, Sigríði Rut Júlíusdóttur. Mynd/GVA Myndlíking sem Teitur Atlason greip til þegar hann bloggaði um Gunnlaug Sigmundsson þótti ekki refsiverð aðdróttun að mati Héraðsdóms Reykjavíkur. Teitur líkti Gunnlaugi við mann sem ber á náungum sínum með hamri eftir að Gunnlaugur hafði stefnt honum fyrir meiðyrði. Eins og Vísir greindi frá fyrir stundu var Teitur Atlason sýknaður af bótakröfu Gunnlaugs fyrir Héraðsdómi. Meiðyrðamálið snerist um tvenn ummæli sem Teitur lét falla á bloggsíðu sinni. Gunnlaugur gerði kröfu um að þau yrðu dæmd ómerk.Fyrri krafan Fyrri kröfunni var vísað frá dómi vegna formgalla. Kröfuna settu Gunnlaugur og kona hans fram í sameiningu vegna ummæla um fjölskyldu Gunnlaugs alla sem Teitur birti á bloggi sínu. Hjónunum þótti ummælin stórkostlega móðgandi og meiðandi. Samkvæmt réttarfarsreglum og dómafordæmum er hins vegar ekki heimilt að setja slíka kröfu fram nema hver stefnandi geri sjálfstæða aðgreinda kröfu. Þessi sameiginlega óaðgreinda krafa hjónanna uppfyllti ekki það skilyrði og því varð að vísa henni frá dómi.Hamar.Síðari krafan Hins vegar gerði Gunnlaugur einn kröfu um að ummæli sem Teitur birti um hann á bloggsíðu sinni yrðu dæmd ómerk. Ummælin sem um ræðir voru: „Tilgangi hans er í raun náð með því að setja á loft hamar sem hann hikar ekki við að berja fólk með, gangi það (að hans mati) of langt í gagnrýni sinni á hann sjálfan". Héraðsdómur Reykjavíkur telur að ummælin feli ekki í sér refsiverða aðdróttun samkvæmt skilningi almennra hegningarlaga. Ástæðan er sú að myndlíkingin þykir fela í sér gildisdóm en ekki miðlun staðreynda. Í dómaframkvæmd er viðurkennt að gildisdómar njóti almennt ríkari verndar en staðhæfingar um staðreyndir. Auk þess var Teitur talinn hafa sett gildisdóminn fram í góðri trú. Því var Teitur sýknaður með vísan til 73. greinar stjórnarskrárinnar um vernd tjáningarfrelsis.Hér má lesa dóminn í heild sinni. Tengdar fréttir Teitur sýknaður - Gunnlaugi gert að greiða honum 1,5 milljónir Bloggarinn Teitur Atlason var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stundu af bótakröfu Gunnlaugs M. Sigmundssonar og eiginkonu hans, sem höfðu stefnt honum vegna ummæla Teits á bloggsíðu sinni. Kröfu um ógildingu ummæla var vísað frá dómi. 19. september 2012 11:34 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Sjá meira
Myndlíking sem Teitur Atlason greip til þegar hann bloggaði um Gunnlaug Sigmundsson þótti ekki refsiverð aðdróttun að mati Héraðsdóms Reykjavíkur. Teitur líkti Gunnlaugi við mann sem ber á náungum sínum með hamri eftir að Gunnlaugur hafði stefnt honum fyrir meiðyrði. Eins og Vísir greindi frá fyrir stundu var Teitur Atlason sýknaður af bótakröfu Gunnlaugs fyrir Héraðsdómi. Meiðyrðamálið snerist um tvenn ummæli sem Teitur lét falla á bloggsíðu sinni. Gunnlaugur gerði kröfu um að þau yrðu dæmd ómerk.Fyrri krafan Fyrri kröfunni var vísað frá dómi vegna formgalla. Kröfuna settu Gunnlaugur og kona hans fram í sameiningu vegna ummæla um fjölskyldu Gunnlaugs alla sem Teitur birti á bloggi sínu. Hjónunum þótti ummælin stórkostlega móðgandi og meiðandi. Samkvæmt réttarfarsreglum og dómafordæmum er hins vegar ekki heimilt að setja slíka kröfu fram nema hver stefnandi geri sjálfstæða aðgreinda kröfu. Þessi sameiginlega óaðgreinda krafa hjónanna uppfyllti ekki það skilyrði og því varð að vísa henni frá dómi.Hamar.Síðari krafan Hins vegar gerði Gunnlaugur einn kröfu um að ummæli sem Teitur birti um hann á bloggsíðu sinni yrðu dæmd ómerk. Ummælin sem um ræðir voru: „Tilgangi hans er í raun náð með því að setja á loft hamar sem hann hikar ekki við að berja fólk með, gangi það (að hans mati) of langt í gagnrýni sinni á hann sjálfan". Héraðsdómur Reykjavíkur telur að ummælin feli ekki í sér refsiverða aðdróttun samkvæmt skilningi almennra hegningarlaga. Ástæðan er sú að myndlíkingin þykir fela í sér gildisdóm en ekki miðlun staðreynda. Í dómaframkvæmd er viðurkennt að gildisdómar njóti almennt ríkari verndar en staðhæfingar um staðreyndir. Auk þess var Teitur talinn hafa sett gildisdóminn fram í góðri trú. Því var Teitur sýknaður með vísan til 73. greinar stjórnarskrárinnar um vernd tjáningarfrelsis.Hér má lesa dóminn í heild sinni.
Tengdar fréttir Teitur sýknaður - Gunnlaugi gert að greiða honum 1,5 milljónir Bloggarinn Teitur Atlason var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stundu af bótakröfu Gunnlaugs M. Sigmundssonar og eiginkonu hans, sem höfðu stefnt honum vegna ummæla Teits á bloggsíðu sinni. Kröfu um ógildingu ummæla var vísað frá dómi. 19. september 2012 11:34 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Sjá meira
Teitur sýknaður - Gunnlaugi gert að greiða honum 1,5 milljónir Bloggarinn Teitur Atlason var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stundu af bótakröfu Gunnlaugs M. Sigmundssonar og eiginkonu hans, sem höfðu stefnt honum vegna ummæla Teits á bloggsíðu sinni. Kröfu um ógildingu ummæla var vísað frá dómi. 19. september 2012 11:34
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent